föstudagur, september 22, 2006

Rebirth of Consciousness

Á sunnudaginn vaknaði ég með bragð af kanilsykri uppí mér....
var ekki að átta mig á því fyrr en á þriðjudag að bróðir minn lét mig drekka
Tequila með kanilsykri og appelsínu.....

Já á laugardagskveld var ég að kynna mér hina ýmsu þjóðardrykki.
Að blanda saman fleiri en 5 tegundum boðar yfirleitt ekki gott,
en mér tókst að halda mér mátulega á mottunni :P
Það er ekki oft sem við systkynin skemmtum okkur saman,
en þetta var mjög gaman... þrátt fyrir að bróðir minn var alltaf að
minnast á hvað við vorum skrýtin....
Veit ekki hvaðan hann fékk þá hugmynd :D

Bró...mundu eftir skiltinu ;)

miðvikudagur, september 20, 2006

Out Of The Silent Planet

Er saga mankyns eldri en áður hefur verið haldið?
Er það virkilega svo að "siðmenning" hafi orðið til skyndilega fyrir tæpum 7 þúsund árum?
Það eru svo margar menjar um allann heim sem eigar sér litlar eða engar skýringar.
Alltof oft gerist það að vísindamenn sópi þessu undir teppið eða búi til skýringar sem halda síðan ekki vatni við nánari athugun.
Það er eins og þessir lærðu og virtu menn vilji ekki fara útfyrir hin "viðurkenndu" aðferðir og skýringar. Þegar einhver kemur með þannig útskýringar þá taka hinu virtu og lærðu menn sig til og ráðast á hann/hana. Oft svo ómálefnalega að maður trúi ekki að þetta fólk sjái um að rita okkar sögu.
"Think outside the box" Að mínu mati ætti almennilegur rannsóknarmaður að athuga alla mögulega hluti. Ekki koma að einhverju með fyrirfram ákveðna hugmynd um hver sagan er.

so...think outside the box....

miðvikudagur, september 13, 2006

A Shield Of Iron Face

"Já þessi tölva hefur alltaf verið biluð, alveg frá því ég keypti hana!!!"
- uhm ok, og hvenær keyptiru hana?
"fyrripart árs 2003"
- hmm?????? og ertu að koma með hana fyrst núna?
"Já hef ekki komist fyrr en núna"
-En vélin datt úr ábyrgð fyrir 2 árum?
"En hún hefur alltaf verið biluð!!!!!!"
-En þá þarftu að borga fyrir viðgerðina og varahluti
"hvaða andskotans kjaftæði er það??? hún hefur alltaf verið biluð og ég vill fá þetta frítt!!!"
- (mumble mumble)

Já svona samtali hef ég lend í

Já fólk er fífl.

Ef hlutir bila þá skulið þið drulla ykkur með þá í viðgerð strax, þá er ég að tala um þegar hlutir eru í ábyrgð.
En samt dregur fólk að fara með hlutina í viðgerð...og lendir svo í vandræðum þegar ábyrgðin er loksins dottinn út. þetta gerist alveg rosalega oft.

Ruslforrit á netinu er að valda alveg svakalegum usla hjá notendum. Sérstaklega útaf því að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað þessi adware og spyware forrit eru í raun og hvaðan þau koma. Laaaangalgengast er að fá þetta rusl í gegnum öll þessi smiley forrit sem eru fyrir outlook og MSN. Já póstarnir verða "gasalega lekker" en þau breyta 3,8ghz V8 tölvunni þinni í 486 trabant druslu sem gengur fyrir gufuafli. Rosalega kúl shit mar.
Oft kemur þetta líka með netleikjum (varist síður sem tengjast Zango.com) yahoo, msn og leikur1 síðurnar eru í lagi.
Þið sem eru með "mjög löglegann" hugbúnað og leiki(about everyone of ye!), þá kemur oft rusl með crack forritum.
P2P forrit eru oft með rusl innifalið(limewire, edonkey, Kazaa(RIP).
Ef þið eruð í vafa hvað þið eruð að setja inná tölvuna, þá skulið þið sleppa því.
svo einfalt er það.

Best er að hafa bara þau forrit inná tölvunni sem þið virkilega þurfið.
Sérstaklega fyrir ykkur sem eru í skóla...tölvan MUN klikka þegar þið þurfið mest á henni að halda. þess vegna skulið þið minnka líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis.
:)

miðvikudagur, september 06, 2006

Hymn For the Wretched

Eins og margir þá hef ég verið að fylgjast með Rockstar þættinum.
Og já Magni hefur komið mér á óvart með að vera með fína rödd.
En það er ýmislegt að þessum þætti....
Lagavalið er að mínu mati alveg fáránlegt í fyrsta lagi. (pun intended)
Þetta á að vera rokkþáttur...en hvar er þetta harða og skítuga rokk sem þeir tala alltaf um???
Gloria Gaynor???? WTF?????
Ég hefði viljað sjá mun harðari tónlist. Jafnvel GnR, Metallica og Motley Grue lög hefði verið gott að heyra í , jafnvel eitt gamalt með Flotsam and Jetsam!!! hehehe
eitthvað en þetta helvítis popp.

Í öðru lagi.... með þetta Supernova band....það mun ekki lifa lengi.
Sá eini þarna sem ég hef eitthvað álit á er Jason Newsted, hinir eru útbrunnir has been's...well almost hvað varðar Gilby Clarke. Vissi nú ekki hver þetta var áður en þættirnir byrjuðu.
Hann var í Guns and Roses í eitt og hálft ár eftir að Izzy Stradlin hætti(stuttu eftir Use your Illiusion tourinn). og var síðan rekinn af Axl Rose.

Vona svo innilega að Magni vinni ekki, eiginlega hans vegna :)

þriðjudagur, september 05, 2006

Stranger Aeons

Ég lendi rosalega oft í því að muna ekki íslenska orðið yfir einhvern hlut eða aðgerð.
En ég man alltaf enska orðið. Ég hef meira að segja byrjað að skrifa pósta á ensku og stoppað mig af og breytt yfir í íslensku. Já ég viðurkenni alveg að ég er byrjaður að hafa áhyggjur af þessu.
Íslenski orðaforðin er orðinn ansi slappur.

Í minni vinnu eru allar upplýsingar á ensku, og svo les ég flestar bækur á ensku.
það hjálpar ekki.

En hvað er til ráða? lesa íslensku orðabókina spjaldana á milli?

Changing the language settings of my windows XP to icelandic will only confuse me :p
I'll just get totally lost. I've never liked the icelandic words for many computer terms.
Most of the time they don't describe the item in question well enough imho.
But that's beside the point anyway.
I've been thinking about trying to translate one or two books that I really like into icelandic,
maybe that will cure my affliction.

This friday the swedish band Entombed will be playing at Nasa with Mínus as a support band.
I listened to their first 2 albums quite extensively and little bit of Wolverine Blues also, but I didn't really like the directions they took after that. They got more punk rock influences into their music which imho took the edge of their sound.
I havent listened to last 3 albums from them, so I dont know how they sound today :p


Kannski sjáumst við þar? :D