miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Nothing To No One

Weee, er nýkominn úr sumarfríi, 3 vikur að flakka um landið og það án þess að vera í tölvusambandi allann tímann.
það var farið til Vestfjarða og gist á Laugarbóli, þaðan var farið til Akureyrar og svo var flakkað til Kárahnjúka til að skoða aðstæður(þoka og fullt af vatni).
þaðan fórum við að skoða Dettifoss og Ásbyrgi(alltaf ljúft að vera þar) fengum að kynnast hvernig íslenskir malarvegir eru í raun(sprengdum dekk við Dettifoss).
og svo var endað í Ásgarði í sumarbústað :)
Fengum yfirleitt frábært veður og litla rigningu(nema við Kárahnjúka).
Lena gerðist svo stórtæk á Akureyri og keypti sér bíl fyrir veturinn.
Subaru Legacy outback með tveimur sóllúgum(Elísa elskaði það).
fínn bíll.
Benzinn hefur samt staðið sig vel(tók vestfirði í nefið)

En eftir allt þetta sumarfríi er maður búinn að bæta á sig helling af aukakílóum...það verður bara verkefni vetursins að losna við það....og gott betur ;)

Elísa var heilar 4 vikur í sumarbúðum á vegum CISV.
Tel ég að sú reynsla hafi verið henni alveg frábær :) allavega er vel tilbúin að fara í svona aftur.
(vildi eiginlega ekki fara þaðan) :p

já ég er örugglega að gleyma fullt af stuffi, skrifa meira síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home