miðvikudagur, janúar 24, 2007

Suspended in Tribulation

Nýtt ár, kominn tími til að byrja aftur að röfla :)

Varð fyrir því óláni að meiða mig á hægri hendi fyrir jól (greindur með
tennisolnboga) og er byrjaður hjá sjúkraþjálfara(sem er danskur).
Nú væri gott að vera örvhendur ;)
Vonandi tekur ekki langann tíma að laga þetta.

Hef verið að lesa alveg snilldarbók seinustu vikur sem heitir The Hyperion Omnibus eftir
Dan Simmons. Líklega ein besta vísindaskáldsaga sem ég hef lesið.
Þar sem það er mikið af sögupersónum og frekar flókið plott þar að auki,
verð ég einhvern tíma í viðbót að lesa hana.

Fór uppí sumarbústað í seinustu viku, alveg frábær ferð með frábærum ferðafélögum.
Hef ekki leikið mér í almennilegum snjóskafli í mörg ár og var þetta því ansi hressandi.
Mun setja myndir af ferðinni næstu daga á hobbita síðuna...fylgist með ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu svona rosalega slasaður að þú getir bara ekkert skrifað???

Og hvað er málið með myndirnar... næstu dagar eru svolítið langir hjá þér...!!!


:D

13:25  
Blogger Sívar said...

skrifa skrifa skrifa meira...

16:06  

Skrifa ummæli

<< Home