sunnudagur, nóvember 12, 2006

Swarming Vulgar Mass of Infected Virulency

Var að horfa á í gær heimildar mynd sem nefnist "Hacking Democracy",
sem var sýnd á HBO kapalstöðinni núna í vikunni.
Hún fjallar tækin sem eru notuð við allar kosningar í Bandaríkjunum.
Svakaleg mynd, þar sem sýnt var framá hversu auðvelt er að svindla með þessu kerfi.
Það að láta einkafyrirtæki sjá um talningar á atkvæðum í kosningum
er stórhættulegt, sérstaklega þegar þau fyrirtæki láta ekki einu sinni
opinbera eftirlitsmenn skoða tækin að fullu(fá ekki aðgang að forritum eða öryggisaðferðum).
Já það er eitthvað rotið í United Corporations of America

Tilgangur allra fyrirtækja er að græða peninga...ekki til að gera heiminn að betri veröld.
The Almighty Dollar er allt og sumt sem þau tilbiðja.
Seinustu ár hef ég séð alveg ógrynni af heimildarmyndum sem sýna
svart á hvítu hversu siðlaus flestöll fyrirtæki eru,
sérstaklega þau sem spanna yfir mörg lönd.
Hérna er listi yfir nokkrar góðar myndir sem allir ættu að kynna sér;
Iraq For Sale, The Corporation, What happened to the electric car,
Bowling for Columbine, Orwell Rolls in his Grave.
Þetta er bara smábrot af því sem er til þarna úti.

Núna eru allir flokkarnir að raða niður sínum listum fyrir komandi kosningar
og hefur því verið kosningarbarátta í gangi.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með henni.
Málefnalega séð er svakalega lítill munur á milli manna,
hvað er þá fólk að horfa á þegar það velur?
Tökum Árna Johnsen sem dæmi, hann er að sækjast eftir því að komast
á þing aftur og miðað við umræðu seinustu daga sýnist mér
að hann komist þangað inn aftur.

Þetta er maður sem var dæmdur fyrir afbrot í opinberu starfi.
Hann var að draga að sér peninga og byggingarefni.
Ég viðurkenni þó að hann hefur reynst vestmannaeyjum
mjög vel í gegnum tíðina.
En að hleypa honum aftur inná þing er að mínu mati alger vitleysa
þrátt fyrir að hann hafi tekið út sína refsingu.
Hvernig er hægt að treysta því að hann geri þetta ekki aftur?
Á að eyða tíma og fólki í það að fylgjast með honum?
Hlera síma og fylgjast með tölupósti?
Er ekki betra að sleppa þessu öllu saman og
hleypa honum ekki í neinar ábyrgðarstöður?

Pólitík er svo mikil steypa, hvert sem er litið.

Og svo má ekki gleyma Framsóknarflokkinum....hann á í svakalegri
tilvistarkreppu þessa dagana.
Það ætti eiginlega að leggja hann af.
Hann er gott dæmi um fortíðardraug sem vill ekki liggja kyrr í gröfinni sinni.
Best væri að hann einbeitti sér að sveitapólitík á norðausturlandi
og hundskaðist í burtu úr Reykjavík.

Þetta er flokkur sem er að draga pening úr borginni til að bora
einhver fjöll svo að 20 manns komist leiða sinnar án þess að lenda í grjótskriðu.
Hvað með þetta gatslitna gatnakerfi sem er hér í höfuðborginni og næsta nágrenni?????
Hvenær verða settir almennilegir peningar í það?
Það þarf að laga gatnamótinn við kringlunna,
það þarf að gera nýjann veg fyrir vesturlandsveg(grafarvog og það svæði)
og fullt af öðrum hlutum.
Það er að mínu mati mun brýnna en einhverjar helvítis holur í fjöll..grrrrrr

Það býr um 70% landsmanna á þessu horni landsins
en við erum alltaf útundann hvað þetta varðar.
Það verður að breytast.

Og að lokum verð ég pirrast yfir nágrönnum mínum í blokkarlengjunni.
Það þarf að laga húsið að utan, laga svalir og skipta um glugga.
Og það eru allir sammála um það.
Fyrirtæki hér í bæ var fengið í það að skoða þá möguleika
sem voru í stöðunni og settar voru fram 4 tillögur.
Sú tillaga sem mér sýndist vera best var að klæða húsið alveg að utan
og hafa yfirbyggðar svalir, sem þó væri hægt að opna uppá gátt.
Hún er langskynsamlegust.
Auðvitað er þetta dýrasta lausnin, en hún borgar sig til lengri tíma litið.
Þá þarf ekki að gera við húsið á 10 ára fresti.
Og allt viðhald verður í lágmarki og mjög einföld ef þess þarf.

En fávitar úr einum stigaganginum eru á móti þessu öllu saman.
Merkilega við það er þó að þetta fólk hefur ekki kynnt sér þessar
tillögur almennilega eða þá að þau hreinlega skilja ekki hvað er í gangi þarna.
Ég talaði við tvær konur í gær sem voru að kynna þeirra sjónarmið
og það var alveg augljóst að þetta fólk var að misskilja fullt af hlutum
(eins og að það er ekki búið að gera neitt útboð á verkinu).
Mér tókst að vísu að sannfæra aðra þeirra að athuga málið aðeins
betur áður en það fer að rugla meira í fólki. friggin idiots.

Fólk er fífl, og það er mikið af fólki sem opnar á sér kjaftin
og fer að rífast án þess að hafa hugmynd um hvað það er að rífast um.
arrrgggg þetta er svo pirrandi!!"#!"#$%&

Ef einhver veit um ódýrt og gott einbýlishús, látið mig þá vita

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú losnar aldrei við það að hafa nágranna!!!

En ég verð þó að segja að mínir eru BESTU nágrannar sem hægt er að hafa :)
í flestum tilvikum....

18:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Þarf það að vera í Reykjavík :P

23:22  

Skrifa ummæli

<< Home