miðvikudagur, september 13, 2006

A Shield Of Iron Face

"Já þessi tölva hefur alltaf verið biluð, alveg frá því ég keypti hana!!!"
- uhm ok, og hvenær keyptiru hana?
"fyrripart árs 2003"
- hmm?????? og ertu að koma með hana fyrst núna?
"Já hef ekki komist fyrr en núna"
-En vélin datt úr ábyrgð fyrir 2 árum?
"En hún hefur alltaf verið biluð!!!!!!"
-En þá þarftu að borga fyrir viðgerðina og varahluti
"hvaða andskotans kjaftæði er það??? hún hefur alltaf verið biluð og ég vill fá þetta frítt!!!"
- (mumble mumble)

Já svona samtali hef ég lend í

Já fólk er fífl.

Ef hlutir bila þá skulið þið drulla ykkur með þá í viðgerð strax, þá er ég að tala um þegar hlutir eru í ábyrgð.
En samt dregur fólk að fara með hlutina í viðgerð...og lendir svo í vandræðum þegar ábyrgðin er loksins dottinn út. þetta gerist alveg rosalega oft.

Ruslforrit á netinu er að valda alveg svakalegum usla hjá notendum. Sérstaklega útaf því að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað þessi adware og spyware forrit eru í raun og hvaðan þau koma. Laaaangalgengast er að fá þetta rusl í gegnum öll þessi smiley forrit sem eru fyrir outlook og MSN. Já póstarnir verða "gasalega lekker" en þau breyta 3,8ghz V8 tölvunni þinni í 486 trabant druslu sem gengur fyrir gufuafli. Rosalega kúl shit mar.
Oft kemur þetta líka með netleikjum (varist síður sem tengjast Zango.com) yahoo, msn og leikur1 síðurnar eru í lagi.
Þið sem eru með "mjög löglegann" hugbúnað og leiki(about everyone of ye!), þá kemur oft rusl með crack forritum.
P2P forrit eru oft með rusl innifalið(limewire, edonkey, Kazaa(RIP).
Ef þið eruð í vafa hvað þið eruð að setja inná tölvuna, þá skulið þið sleppa því.
svo einfalt er það.

Best er að hafa bara þau forrit inná tölvunni sem þið virkilega þurfið.
Sérstaklega fyrir ykkur sem eru í skóla...tölvan MUN klikka þegar þið þurfið mest á henni að halda. þess vegna skulið þið minnka líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis.
:)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

en smilys eru svo skemmtilegir :P

21:53  

Skrifa ummæli

<< Home