fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Revaluation of all Values

Samband milli tveggja einstaklinga byggist fyrst og fremst á málamiðlun.
Að ganga hinn gullna milliveg.
Það gengur aldrei upp að fórna öllu fyrir hinn aðilann,
þú þarft alltaf að hafa eitthvað fyrir þig.
Sambönd í eðli sínu eru afskaplega flókin fyrirbæri :)
Það er margt sem getur komið upp, svo sé ekki minnst á
þegar barn/börn eiga í hlut.
Það á til að flækja málin enn frekar.
En alltaf er það undir einstaklingunum komið hversu flókið
sambandið verður.
Allt sem þarf er áhuginn til að halda því gangandi og viljinn
til að láta þetta allt samann virka eins og nýsmurð vél.

Kannski ekki svo flókið eftir allt saman? ;)


úff, núna er Taekwondo æfingarnar komnar í frí fram til september,
þannig ég hef eftir Noregsferðina verið að skokka reglulega, til að auka þolið
fyrir komandi vetur :p Eftir skokkið í kvöld var ég svo "hyper" að ég gat ekki sofnað.
Er því að horfa á Rockstar: Supernova...og að skrifa þetta röfl.
Í mars 2004 var ég orðinn 106 kíló á þyngd. Þá ákvað ég að hætta að drekka gos
og að fara að hreyfa mig.
Að hætta að drekka kók var svakalegt, mér leið eins og eiturlyfjafíkli að "detoxa"
var hálfveikur í tæpa viku. Þetta er bölvað eitur enda get ég ekki drukkið þetta í dag.
Hef stundum tekið sopa bara til að prófa og það hefur alltaf skilið óbragð eftir í munninum.
Að öðru leiti hef ég ekki breytt miklu í matarræðinu, drekk mikið vatn í stað kóks og reyndar drekk kannski aðeins of mikið af kaffi.....
Núna í dag er ég 83kg og á bara 3 kíló eftir í takmarkið. Ætlunin er að ná 80kg um áramót.
já ég veit að þetta er ekki mjög "ambitious plan", en með þessu sé ég til þess að kílóin hrúgist ekki upp aftur ef ég hreyfi mig minna.

djö, útsendingin slitnaði áður við fengum að sjá hver datt út! feck!
well off to bed!....again

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home