Overactive Imagination
Leiðinn að sannleikanum er það sem vísindi ganga útá. Til þess að kenningar verði viðurkenndar þarf að koma með sannanir fyrir þeim. En þegar sumar kenningar koma fram hafa oft verið ansi þunnar "staðfestingar" á bakvið þær. Ein þeirra er um hinn mikla Pýramida(the great Pyramid) eða Keops Pýramídi eins og hann er oft kallaður. Þetta merkilega mannvirki er eitt ennþá standandi af sjö undrum jarðar. Og var líka það elsta.
Stærsti pýramidinn er eignaður Keops (Khufu) Faraó af fjórðu konungsættinni (2560 f.kr).
Ástæðan fyrir því að Keops er skráður fyrir honum er sú að það fannst á 19. öld skrift eftir verkamenn yfir konungsherberginu, með hans nafni. Það merkilega við þetta er það að þetta er eina skriftin inní þessari byggingu. Það er hvergi neinar veggskreytingar...hvergi.
Miðað við hvað Faraóarnir höfðu gaman af því að skrá sig á allann andskotann þá er þetta ansi merkileg uppgvötvun.
Það er til milljón og ein kenning um hver, hvernig og af hverju þessi pýramidi var byggður.
Ég persónulega hef ekki fest mig á neina ákveðna, því engar af þessum kenningum hafa verið sannaðar. Ekki einu sú að þetta sé grafhýsi. Egyptafræðingar komu sér saman um þá kenningu að þetta væri Grafhýsi.
Það hefur lengi verið minn draumur um að fara til Egyptalands og sjá með mínum eigin augum þetta merkasta mannvirki sem hefur smíðað fyrr og síðar.
hér eru nokkrar staðreyndir um þetta mannvirki.
Pýramidinn var hæsta mannvirki í 43 aldir þangað til Eiffelturninn var smíðaður árið 1889.
Notað var um 2 milljón steinar í verkið, hver er um 2 tonn að þyngt. Efnið í mundi duga til að gera 3 metra háann vegg í kringum Frakkland.
það tók um 20 ár að klára verkið og þrælar voru ekki notaðir, heldur voru þetta launaðir starfsmenn.
Nákvæmnin sem fór í þetta verk er alveg rosaleg, hver hlið er 229m á lengd. hvert horn er 90 gráður. Skekkjumörk á hliðum er um 0,1%.
Nútímahús getur verið með skekkjumörk uppá 3% og það getur talist gott.
Tvær hliðar pýramidans liggja frá suðri til norðurs...og er engin skekkja þar á ferð.
Lagningin á steinunum er svo nákvæm og vel gerð, að ekki er hægt að setja spil eða rakvélablað á milli þeirra.
Enn í dag er þetta stærsta steingerða mannvirki sem hefur verið smíðað.
Meira segja í dag væri þetta nær ómögulegt verk. Tíminn sem færi í að skera til hvern steinn, reikna út nákvæma staðsetningu á hverjum og einum og ná að hafa allt hornrétt og undir 1% skekkjumörkum, væri svakalegur. Mér finnst bara merkilegt að þeir skuli hafa geta gert þetta á 20 árum. :)
Mæli eindregið með því að kíkja á Guardian.net til að fá nánari upplýsingar.
Stærsti pýramidinn er eignaður Keops (Khufu) Faraó af fjórðu konungsættinni (2560 f.kr).
Ástæðan fyrir því að Keops er skráður fyrir honum er sú að það fannst á 19. öld skrift eftir verkamenn yfir konungsherberginu, með hans nafni. Það merkilega við þetta er það að þetta er eina skriftin inní þessari byggingu. Það er hvergi neinar veggskreytingar...hvergi.
Miðað við hvað Faraóarnir höfðu gaman af því að skrá sig á allann andskotann þá er þetta ansi merkileg uppgvötvun.
Það er til milljón og ein kenning um hver, hvernig og af hverju þessi pýramidi var byggður.
Ég persónulega hef ekki fest mig á neina ákveðna, því engar af þessum kenningum hafa verið sannaðar. Ekki einu sú að þetta sé grafhýsi. Egyptafræðingar komu sér saman um þá kenningu að þetta væri Grafhýsi.
Það hefur lengi verið minn draumur um að fara til Egyptalands og sjá með mínum eigin augum þetta merkasta mannvirki sem hefur smíðað fyrr og síðar.
hér eru nokkrar staðreyndir um þetta mannvirki.
Pýramidinn var hæsta mannvirki í 43 aldir þangað til Eiffelturninn var smíðaður árið 1889.
Notað var um 2 milljón steinar í verkið, hver er um 2 tonn að þyngt. Efnið í mundi duga til að gera 3 metra háann vegg í kringum Frakkland.
það tók um 20 ár að klára verkið og þrælar voru ekki notaðir, heldur voru þetta launaðir starfsmenn.
Nákvæmnin sem fór í þetta verk er alveg rosaleg, hver hlið er 229m á lengd. hvert horn er 90 gráður. Skekkjumörk á hliðum er um 0,1%.
Nútímahús getur verið með skekkjumörk uppá 3% og það getur talist gott.
Tvær hliðar pýramidans liggja frá suðri til norðurs...og er engin skekkja þar á ferð.
Lagningin á steinunum er svo nákvæm og vel gerð, að ekki er hægt að setja spil eða rakvélablað á milli þeirra.
Enn í dag er þetta stærsta steingerða mannvirki sem hefur verið smíðað.
Meira segja í dag væri þetta nær ómögulegt verk. Tíminn sem færi í að skera til hvern steinn, reikna út nákvæma staðsetningu á hverjum og einum og ná að hafa allt hornrétt og undir 1% skekkjumörkum, væri svakalegur. Mér finnst bara merkilegt að þeir skuli hafa geta gert þetta á 20 árum. :)
Mæli eindregið með því að kíkja á Guardian.net til að fá nánari upplýsingar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home