mánudagur, apríl 10, 2006

Hammer Smashed Face

Jamm þannig leið mér í gær, upplifði eina verstu þynnku í manna minnum :(
að drekka ofan í lyf var ekki sniðug hugmynd...eftirá.
Tókst að fara á KFC og fá mér einn fitugan til að skola þynkunni
og hann virkaði fjandi vel. í gærkveldi var ég orðinn fínn.

Vaknaði upp í morgun samt mjög skrýtinn(meira skrýtinn enn venjulega)
þessi lyf eru að fucka mann upp.

og svo útí annað mál.....

Stóru tónlistarfyrirtækin og félög réttindahafa hafa verið í miklu stríði við
notendur um niðurhal á tónlist og öðru drasli.
Merkilegt að þetta pakk skuli ekki reyna að notfæra þessa tækni í stað þess að berjast á móti henni. Sem betur fer eru litlu fyrirtækin að nota þessa tækni í þágu neytenda.
Eftir að ég fór að niðurhala músík fór ég að kaupa mun meira af diskum af netinu, enda var ég að komast í kynni við hljómsveitir sem ég hefði aldrei kynnst í gegnum þessar venjulegar leiðir.
neðanjarðar og önnur jaðar tónlist þrífst á svona auglýsingaraðferð.
Stórufyrirtækin eru hinsvegar að matreiða tónlist sem á að seljast í bílförmum...sama hvort sú tónlist er góð eður ei. Það skiptir þá engu máli.

Það að ritverja diska er með öllu gagnslaus aðferð til að stoppa afritun, þeir sem ætla sér að stela tónlist láta ekki einhverjar hálfvitalegar varnir stoppa sig. frekar að spara pening og eyða því í eitthvað skynsamlegra.

1 Comments:

Blogger beast said...

Heyr, heyr!

21:29  

Skrifa ummæli

<< Home