sunnudagur, febrúar 05, 2006

Momentary lapse of reason

Hvað annað er ást við fyrstu sýn?
Að horfa á manneskju handan herbergisins og vita að maður hafi fallið gjörsamlega fyrir henni?
og það án þess að þekkja hana eða vita hver í andskotanum hún er....

Svona var mín fyrsta ást...ást við fyrstu sýn. allavega mín megin. hvað hana varðar...well i dont really know.
Ári seinna vorum við saman. að vísu í stuttann tíma, en sá tími var ógleymanlegur.

Ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið hald svona skrýtnar tilfinningar hafa á manni.
Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að gleyma, hvað þá að hugsa til þess að hægt sé að finna fyrir aftur. þetta er í senn ljúf og hræðileg tilfinning, sem nær svo sterkum tökum á manni að ekki er hægt að hugsa um annað.

Öll reynum við að finna sálufélaga á okkar lífsleið og það eru ótrúlega fáir sem eru svo heppnir.
Er það virkilega satt að þarna úti sé manneskja sem skilur mann alveg og þú skilur til baka, og að þú viljir eyða allri ævinni með, hamingjusamur til ævil0ka.....
Já ég tel að svo sé, þvi að ég hef séð dæmi um það. En vandamálið er að finna þessa manneskju.

Ég gæti hafa hitt hana án þess að vita af því? Kannski á ég eftir að hitta hana.
En á meðan labbar maður á veggi og hrasar af leið, í leit af þessari manneskju.
Og hvenær veit maður að þarna sé hún fyrir framan mann....?

Ég hef hitt margar góðar á minni leið, sem ég hef kannski ekki átt samleið með. Flestallar eiga þær skilið að finna sinn eina sanna. Sérstaklega L.

Já þetta er furðuleg tilvera :)

1 Comments:

Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Þetta er svona klassísk bloggpæling... Miklu flottari en mínar pælingar.. :P Djö...
Later..

Hilsen,
Slavo

14:27  

Skrifa ummæli

<< Home