miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Nightfall by the Shores of Time

Seinustu dagar hafa verið erfiðir, og mér sýnist á öllu að það mun lítið breytast á næstunni.
Það var smá glæta á laugardag, þegar tekið var hressilega í Singstar(man, get ekki beðið eftir Singstar Rocks!).

Það er á stundum sem þessum sem maður gerir sér almennilega grein fyrir því hversu brothætt lífið er. Sérstaklega þegar eina sem maður getur gert er að sitja og horfa á.
Líklega það versta sem hægt er að gera....er að velta sér of mikið uppúr þessu.

Þá er best að hafa eitthvað til að draga hugann úr myrkrinu..
Ég sá á mánudag ansi sérstaka mynd að nafni 3 Iron.
Þetta er í raun ástarsaga, en samt ólík öllum sem maður hefur séð.
Mynd sem þarf að horfa á til að skilja hvað ég er að meina :)

Ég hef mjög gaman að því að horfa á myndir frá öllum heimshornum, en þessa stundina eru Kóreanskar myndir í miklu uppáhaldi. Til þessa hef ég séð um 12 myndir frá því landi og allar hafa þær verið bara ansi góðar.

Dóttir mín er að horfa á Neon Genesis Evangelion, sem ég verð að segja að eru ansi góðir anime þættir.
Virkilega góð karakter sköpun og djúpt plot sem heldur manni hugföngnum lengi.

meira síðar.......

"Nightfall by the shores of time.
a tidal wave of fire and woe
Swept away with the last of life
the Core of the enigma as bestowed......."
DT.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home