föstudagur, apríl 21, 2006

The Construction of Light

Páskafríið að baki og það var ansi ljúf helgi. Slappaði kannski aðeins of vel af :)
Allt ljúft að vera í Reykholti.
Mikið borðað af góðum mat(það sveltur sko enginn þar) .
Já þetta hafa verið ansi góðir dagar.
pabbi er loksins komin af borgarspítalanum og farinn uppá Grensás í endurhæfingu
og þetta gengur bara ansi vel hjá honum.

Aðeins útí aðra hluti....
Fyrir páska skrifaði ég 3 raus sem ég hætti við að setja hér inn.
Öll höfðu þau það sameiginlegt að vera um trúarmál og fermingar....
Ég fór eiginlega að spá af hverju ég væri að ritskoða sjálfan mig, því ekki að
sletta þessu bara fram og hugsa ekki um aðra.
Nei, þá væri ég byrjaður að hljóma eins og Gunnar í krossinum eða fólkið
á Vantru.is.
Fólk má alveg trúa því sem það vill mín vegna, en helst vildi ég að trúarbrögð væru ekki til.


Það er þannig að það er fólk í kringum mig sem trúir og það er ekkert sem ég
get gert til að breyta þeirra skoðanir á þessu. ég viðurkenni alveg að ég
hef ekki reynt það :) Allir hafa skoðanir og það er ekkert gaman að allir séu sammála um
hlutina(úff það væri nú tilbreytingalaus tilvera).

"Your kingdom is of Emptiness,
invisble Empire of Illusion,
There's No Majesty In your Empty Words.
Your Ideology, Self Delusion,
Revisionism is The Future,
So Lets Hail the Same Old Dawn
Kneel Before The Same old Order,
You're No Kings - Only Pawns.

You're waiting For Tomorrow,
Well Tomorrow Never Comes,
Ha! you're Waiting for Your New Dawn,
So Sad to Say There Isn't One,
Because, (You Fools) Tomorrow Belongs to Nobody

Tomorrow - Belongs to Nobody....."

Af plötunni Swansong(1995) með hljómsveitinni Carcass
(texti samin af Jeff Walker)


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur nú ekki mikið reynt að breyta minni trú!!!

09:37  

Skrifa ummæli

<< Home