White Noise..Black Silence
Er löngu búinn að setja allt mitt CD og LP safn á MP3 form.
En núna um daginn var ég að hlusta á einn disk sem ég hafði ekki hlustað á í langann tíma
(Testimony of the Ancients með hollenska bandinu Pestillence) í gegnum tölvuna.
og mér fannst eitthvað skrýtið við þetta og ákvað að setja CD í PS2 tölvuna og hlusta á hann þannig.
Munurinn var svakalegur. Ég hafði rippað þennann disk 1999 og bara í 128kbit gæðum og það heyrðist.
Þetta varð til þess að ég fór að hlusta á hin og þessi lög.
og það var sama í hvaða gæðum ég hafði rippað þetta í (oftast í 192kb) alltaf var CD miklu betri.
Meira að segja VBR HQ ripp(240-320kb) var ekki að koma það vel út.
Reyndar við þessa skoðun komst ég að nokkrum hlutum
- Hljóðkortið í vélinni hennar Elísu rokkar miklu betur(innbyggt Nvidia soundstorm)
- PS2 er fínn geislaspilari ef þú tengir hana Digital við magnarann.
- Ég þarf að laga gamla Pioneer geislaspilarann minn :(
- Ég þarf að rippa allt mitt safn aftur í mun betri gæðum (eeeek)
Ég tók mig til í fyrradag og fór að prófa nokkur rip forrit (Exact Audio Copy, CDex, iTunes, Winamp, Audiograbber)
ég notaði LAME mp3 encoder þar sem ég hafði val á því(itunes gaf mér fingurinn).
iTunes er langverst af þessum forritum og winamp tókst líka að klúðra rips.
EAC(exact audio copy) er mjög fínt(sérstaklega ef þú ætlar að nota lossless þjöppun með FLAC eða einhverju svipuðu) og Audiograbber líka. Cdex var ég ekkert að fíla.
Ég keypti mér iPod mini í fyrrasumar og hef notað hann allsvakalega mikið
og ég er bara nokkuð sáttur við hann. Tóngæðin eru ekkert góð og EQ stillingarnar eru hrikalegar,
en það var ekki aðalatriðið við kaupin á honum(ólíkt þegar ég keypti mér Pioneer spilarann á sínum tíma).
iPod er hinsvegar einfalt og mjög sniðugt tæki, sem hentar öllum. en ef þú vilt betri tóngæði,
þá skulið þið skoða Creative Zen tækin(þau drulla alveg yfir ipod).
Og já...ég þarf að fá mér eitthvað betra hljóðkort í tölvuna. og nýja nál í plötuspilarann :(
Eitt í viðbót....þið sem eigið iPod, þá mæli ég með að nota Winamp til að halda utan um tónlistina.
hægt er að sækja svokallað ml_ipod plugin sem gerir þér kleyft að nota ipodinn við winamp(reyndar hægt að fá plugin fyrir fleiri spilara).
að mínu mati mun þægilegra og betra að eiga við en helvítis iTunes.
9 Comments:
Sko, ef mig langar að hlusta á einhver helv... mp3 þá set ég einfaldlega geisladisk í tækið og set annan hátalarann þannig að hann snúi ofan í klósettskálina. Þannig fæst þetta fína mp3-sánd.
Sorry, ég bara get ekki hlustað á tónlist í tölvu - og geisladiskar eru til þess að setja þá í geislaspilara. Ég er ekki að koma mér upp gígantísku geisladiskasafni til þess að rippa þetta yfir á tölvuna, og dagurinn sem ég kaupi iPod verður sami dagur og þegar frýs í helvíti.
Og já, ég er rosalega bitur. :)
Ég fæ miklu meiri ánægju af því að hlusta á tónlistina beint af geisladisk, en þegar maður fer út í göngutúr eða skokka eða jafnvel í vinnunni þá er gott að hafa ipod(eða svipaða græju).
Sérstaklega í vinnunni, þá þarf ég ekki að hlusta á bylgjuna.(/shiver)
hvað er að byljuni? rofl
bylgjunni even /slaps in a face
Það fer eftir því hvaða Bylgju þú ert að tala um. LéttBylgjuna? GullBylgjuna?
*Kjánahrollur*
Ég fer nú bara í göngutúr með með minn ferðageislaspilara - amen.
hvað er að bylgjunni? haha það er nú bara efni í raus :)
Ég verð að segja að mér finnst mun betra að hlusta á geisladiska heldur en að hlusta á Mp3 í langflestum tilfellum en Mp3spilarar hafa auðvitað marga kosti yfir ferðageislaspilara.
1. Minni og meðfærilegri.
2. Þarft ekki að vera með heljarinnar geisladiskasafn með þér ef ætlunin er að hlusta á eitthvað meira en einn disk.
3. Hægt að taka hann og hrista hann þangað til þig verkjar í hendurnar og hann ,,skippar" ekki einu sinni.
4. Minni sorg ef spilarinn dettur óvart ofan í klósettskál, skúringafötu eða uppistöðulón sökum þess að Orginal diskarnir er þó einhverstaðar öruggir heima.
Uppistöðulón :) ertu að tala af reynslu? :)
hum... nánast, nánast....
Skrifa ummæli
<< Home