mánudagur, júní 19, 2006

Symmetry of Zero

Almenningur kann ekki á tölvur, svo einfalt er það.
Bara lítil hópur kann eitthvað á þessi geysilegu flóknu tæki.
Já þetta eru ansi flókinn búnaður, og hlutirnir eru ekki að verða einfaldari.
Þegar ég byrjaði að fikta í tölvum af einhverri alvöru í kringum 1985, þá voru tölvurnar
mun einfaldari. Já Amstrad CPC tölvan mín var með heil 64kb í minni, með 4mhz örgjörva og með innbyggt kassettutæki og litaskjá sem gat notað heila 16 liti í einu!! Þar að auki fékk ég mér diskettudrif og fleiri hluti við hana.
Tölvan mín í dag er með 1024mb í innra minni. meira segja skjákortið í tölvunni er með 128mb í minni.
Fyrir flest alla er þetta óskiljanlegt :) fólk gerir oftá tíðum ekki greinamun á innra minni og geymslurými(nei...þetta er ekki sami hluturinn).
Margir nota tölvurnar sínar mjög mikið og jafnvel er þetta orðinn mj0g mikilvægur hlutur af þeirra lífi. Fólk notar yfirleitt örfá forrit(póstur, spjallforrit, netið, ritvinnsluforrit og jafnvel einhver vídeoforrit). En mjög sjaldan hef ég orðið var við að fólk setjist niður og hugsi um hvernig þessi tæki virka í raun og veru. Alltof oft heyri ég í minni vinnu að tölvan hafi bara gert eitthvað af sjálfum sér..yeah right...
Eina sem tölvur gera í raun er að vinna úr skipunum frá annaðhvort notanda eða forritum.
Input - Output regla.
Jamm notendur eru heimskir ;)
Ég hef td enga trú á "kerfisfræðingum" sem greiningaraðila á tölvubilun nema sá aðili er "kveikari" eða á við hreinlætisvandamál að stríða.
Þessa fleyga setning "Frændi/bróðir/vinur minn sem er kerfisfræðingur var að skoða vélina og hann segir að hún sé ónýt" HAHAHAHAHAHA, ég að vísu hlæ ekki framan í fólk en ég er fyrir löngu hættur að taka mark á svona sögum, því eru í 99 af hverjum 100 skiptum alrangar.
Ég hef meira segja lent í svona hjá mönnum sem vinna við að halda uppi tölvukerfum fyrirtækja /shiver...
Já til að skilja tölvur þarf maður að leggja höfuðið í bleyti og pæla í öllum hlutum sem tengjast henni(bæði vélbúnaður og hugbúnaður). Er til of mikils ætlað af fólki að það íhugi aðeins hvernig þessi tæki virka? Hvað varðar að koma með tölvur á verkstæði, þá mundi það minnka helling, því mikið af "bilunum" tengist vankunnáttu notanda(þótt hann þverneiti útí eitt).

Ég viðurkenni alveg að ég er alveg hræðilegur tölvukennari, því oft á ég erfitt með að útskýra suma hluti í einföldu máli (útskýra með hugtökum sem almenningur skilur....oftast).
Það sem mér finnst alveg hrikalega einfalt, finnst öðrum alveg stjarnfræðilega flókið(eins og skipta um upplausn í skjá).
Stundum þarf að hafa fyrir hlutunum, það hafa bara allir gott af því. mér finnst að fólk þurfi að hafa skírteini til að nota tölvur, alveg eins og með bíla. Sumt fólk á bara ekki að koma nálægt tölvum. ;)

meira tölvuröfl síðar......

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að taka þessum pósti???

mér finnst þetta eins og árás á mig (veit samt að þú varst ekki (vonandi) með mig í huga þegar þú ritaðir þetta!!)
ég er öll af vilja gerð og reyni og reyni að hlusta og skilja þegar þí útskýrir fyrir mér þetta einfalda mál!!

Ég er ljóshærð :D

10:00  
Anonymous Nafnlaus said...

well mundi ekki telja mig sem algeran illa .. but i have my bad days :< en brilliant blogg, ætti að sýna sumum í minni fjölskyldu þetta, þau mundi líta á þetta sem beina árás á þau hahaha

09:35  

Skrifa ummæli

<< Home