miðvikudagur, júlí 05, 2006

Cenotaph

Afi minn, Jóhann, lést á fimmtudaginn í seinustu viku. Hann var 83 ára.
Hann var búinn að vera mikið veikur seinustu ár, þannig ég var eiginlega
undirbúinn undir það að hann gæti farið hvenær sem er og líka feginn fyrir hans hönd
að hann fengi endanlega hvíld.

Já hann var sérstakur kall og ég mun ávallt minnast hans inní eldhúsi, sötrandi kaffi, gera krossgátu, hlustandi á gufuna og reykja sínar Lucky Strike.
Ég fór í kistulagningu í dag og eftir hana fór maður að rifja upp ýmislegt sem maður man eftir tengt honum. En ég ætla ekki að telja það upp hér.
Svo verður hann jarðsunginn á föstudaginn.

Jóhann Ingvarsson, minning þín mun lifa áfram í þínum börnum. Megi þú hvíla í friði.

1 Comments:

Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Ég samhryggist... :S

Slavo

20:00  

Skrifa ummæli

<< Home