Tools of the Trade
Kominn aftur heim í kuldann og rigninguna. Jamm, það var ansi heitt í Noregi þessa 9 daga sem ég var þarna. Hitinn fór varla undir 20 stig og það rigndi lítið sem ekkert, enda lít ég út eins og ég hafi verið á sólarströnd.
Þetta var geysilega skemmtileg ferð, lærði alveg helling þarna, prófaði fullt af nýjum hlutum bæði tengt Taekwondo og utan þess. Fór í mína fyrstu ferð í rússibana(í Tusindfryd skemmtigarðinum)
og syndi í söltum sjó.
Noregur er ansi spes land, þarna er allt miklu dýrara en á Íslandi, það er lítið sem ekkert útsýni(fjandans tré útum allt) og norðmenn kunna ekki að skemmta sér(það þarf íslendinga til að hrista uppí liðinu).
Æfingarbúðirnar var sérstök upplifun, að læra hjá meisturum frá ýmsum löndum(Noregi, Danmörku, Suður-Kóreu og svo Frakklandi). Allir með mismunandi aðferðir við kennsluna.
Gaman að sjá að við íslendingar stöndum hinum þjóðunum ekkert að baki.
Elísa fór með mér út og stóð sig alveg afskaplega vel á æfingum, sérstaklega á einni þar sem allir krakkarnir þurftu að taka handahlaup og taka svo nokkur spörk. Elísa var sú eina sem gat gert handahlaup(bæði með tveimur og einni hendi) og vakti það mikla hrifningu hjá kennurum.
Hún var líka með mér á tveimur æfingum og var að standa sig mun betur en margir fullorðnir.
Já þessir kennarar voru misjafnir, verð að segja að ég gat skilið kóreönsku kennarana betur en þá norsku. Norðmennirnir báru fram öll kórensku nöfnin á spörkum, hreyfingum og kýlingum með svo skrýtnum áherslum..sumir reyndar sögðu hreyfingarnar á norsku sem gerði manni ansi erfitt fyrir. Kennararnir frá hinum löndunum voru mun skiljanlegri.
Þessi reynsla hefur alveg gefið mér nýja innsýn inní taekwondo sem ég mun græða á um ókomna tíð.
Það voru teknar vel yfir 1500 myndir af ferðinni, sem munu líklega birtast á írtaekwondo heimasíðunni. þær ættu að detta inn næstu daga þar ;)
Þetta var geysilega skemmtileg ferð, lærði alveg helling þarna, prófaði fullt af nýjum hlutum bæði tengt Taekwondo og utan þess. Fór í mína fyrstu ferð í rússibana(í Tusindfryd skemmtigarðinum)
og syndi í söltum sjó.
Noregur er ansi spes land, þarna er allt miklu dýrara en á Íslandi, það er lítið sem ekkert útsýni(fjandans tré útum allt) og norðmenn kunna ekki að skemmta sér(það þarf íslendinga til að hrista uppí liðinu).
Æfingarbúðirnar var sérstök upplifun, að læra hjá meisturum frá ýmsum löndum(Noregi, Danmörku, Suður-Kóreu og svo Frakklandi). Allir með mismunandi aðferðir við kennsluna.
Gaman að sjá að við íslendingar stöndum hinum þjóðunum ekkert að baki.
Elísa fór með mér út og stóð sig alveg afskaplega vel á æfingum, sérstaklega á einni þar sem allir krakkarnir þurftu að taka handahlaup og taka svo nokkur spörk. Elísa var sú eina sem gat gert handahlaup(bæði með tveimur og einni hendi) og vakti það mikla hrifningu hjá kennurum.
Hún var líka með mér á tveimur æfingum og var að standa sig mun betur en margir fullorðnir.
Já þessir kennarar voru misjafnir, verð að segja að ég gat skilið kóreönsku kennarana betur en þá norsku. Norðmennirnir báru fram öll kórensku nöfnin á spörkum, hreyfingum og kýlingum með svo skrýtnum áherslum..sumir reyndar sögðu hreyfingarnar á norsku sem gerði manni ansi erfitt fyrir. Kennararnir frá hinum löndunum voru mun skiljanlegri.
Þessi reynsla hefur alveg gefið mér nýja innsýn inní taekwondo sem ég mun græða á um ókomna tíð.
Það voru teknar vel yfir 1500 myndir af ferðinni, sem munu líklega birtast á írtaekwondo heimasíðunni. þær ættu að detta inn næstu daga þar ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home