föstudagur, júlí 21, 2006

Tidal Tantrum

Meira um tölvur! Núna sérstaklega um ferðatölvur.
Fólk er að kaupa þessar græjur á hellings pening og svo fer það með þessar tölvur
eins og matardiska. Já á hverjum einasta degi í minni vinnu þarf ég að þrífa þær tölvur sem ég vinn við. Skjárinn er yfirleitt útkámaður og rykugur, lyklaborðið skítugt og fullt af matarleyfum.
Já prófið bara að snúa tölvunum ykkar við með skjáinn opinn yfir hvítu blaði.
Im talking to ye!

Síðan segir fólk að það fari rosalega vel með tölvuna sína???? hún er alltaf á skrifborðinu, stofuborðinu eða eldhúsborðinu. skólafólkið skil ég betur með útganginn þó svo ég skil ekki hvernig það getur unnið á sínar tölvur svona skítugar(sést varla á skjáinn vegna drullu).
af svona 20 vélum sem koma inn er ein vél sem er vel með farin.

Ef þið viljið að þessi tæki endist eitthvað þarf að hugsa nokkuð vel um þau.
Ekki nota sterk hreinsiefni(bara redda sér microfiber klút og volgt vatn)
og ryksuga lyklaborðið reglulega ;)

Fólk er líka ansi duglegt að missa hina ýmsu vökva yfir vélarnar....
Vatn (næst algengast)
Kaffi (lang algengast)
Kók (mjög algengt og líklega það versta sem hægt er að fá á þær)
Rauðvín (merlot er betra en Cabernet sauvignon fyrir tölvurnar)
ávaxtasafa (trópi very bad!)
mjólk
þetta er það algengasta og hérna er líka listi hitt stuffið sem fólk hefur slett á sínar vélar..

Æla (séð það 3 sinnum á mínum ferli. Líklega betra að senda vinum myndum af fylleríinu..eftir fylleríið)
piss (krakkar yngri en 2 ára eiga ekki að vera nálægt svona tækjum)
Sjór (kannski sniðugt að hafa tölvuna þar sem sjór slettist ekki á hana)
Steikingarfeiti (???!!!!)
rauð kópal innimálning (hehehe)
Sápa (fékk aldrei að vita hvernig sápa þetta var, líklegast sjampó)

Jamm fólk er fífl ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég hef aldrei beint hugsað vel um tölvuna mína en hún fékk sko ekkert smá góða alhreinsun eftir þennan póst þinn :Þ

Kv Þórey

03:47  
Blogger beast said...

AHahahahahahaha!

Fólk er svo sannarlega fífl! Ekki það að ég væri ekkert allt of til í að láta kíkja á mína tölvu þar sem hún mun brátt eiga sæti á þjóðmynjasafninu vegna elli og margt getur gerst á langri ævi...

dúm dída...

09:31  
Anonymous Nafnlaus said...

uhhhh þýðir þetta að ég þurfi að byrja á því að þrífa tölvunna mína þegar þú kemur í heimsókn /bahh

14:38  

Skrifa ummæli

<< Home