laugardagur, ágúst 12, 2006

The World You Made

Verslunarmannahelgin var mjög fín, fór uppí bústað ásamt Elísu
og þar í góðum félagsskap var drukkið mikið og borðað mikið.
btw, öll óheppnin gerðist bara fyrir hádegi á fimmtudaginn :)
sem betur fer.....

Næstu helgi ætla ég og Jensi bróðir kíkja á Kárahnúkjasvæðið áður en það fer undir vatn.
Að vísu hefur verið að bætast við eitthvað af fólki sem ætlar að koma með.
Enn í dag hef ég ekki komið mér niður á skoðun hvort ég sé með eða á móti
þessarri virkjun. Líklegast er að ég komist að niðurstöðu á staðnum.

Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að við íslendingar munum missa okkur í stóriðju.
Mengun sem fylgir henni er alltaf erfitt að eiga við. Því þurfum við að fara
varlega í þeim efnum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem með :)

10:22  

Skrifa ummæli

<< Home