sunnudagur, október 01, 2006

Vernal Awakening

Ég veit að svarið er 42, ég horfi alltaf á aukaefnið á dvd diskum, ég er ekki star trek aðdáandi,
ég á meira en 3 tölvur sem virka, ég á helling af roleplay bókum, ég geymi ekki penna í skyrtuvasanum, ég man ennþá hvernig á að nota DOS.
Nörd :)

Þegar ég var að alast upp, þá var ekki gott að vera kallaður nörd.
En í dag er það ekki svo slæmt.
Fyndið að samkvæmt bíómyndum og sjónvarpi eru nördarnir alltaf looserar sem hafa enga félagslega hæfileika og vafasama snyrtimennsku.
En í raun erum við ansi fjölbreyttur hópur :)


Lónið er byrjað að fyllast og það svæði sem fer undir vatn verður ekki aftur grænt næstu aldirnar. Fólkið er að flytja frá austurlandi, útlendingar koma í staðinn til að fylla upp í þær stöður . Mengun frá álveri flýtur yfir nálægum bæjum... já þetta er falleg framtíðarsýn stjórnmálamanna sem hugsa bara um að klára sitt kjörtímabil og fá sinn pening.
og svo má ekki gleyma stóru fyrirtækjunum sem græða sínar milljónir og þurfa ekki að axla neina ábyrgð gagnvart landi og þjóð. Já við beygjum okkur niður, girðum niður um okkur og látum taka okkur aftanfrá án sleypiefnis og segjum svo takk fyrir okkur.
The Almighty Dollar stjórnar þeirra gjörðum og ekki er verið að láta eitthvað lítilvæglegt eins og samvisku flækjast fyrir.

more later......

1 Comments:

Blogger beast said...

Nördar eru bestir maður þarf bara að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og hjálpa öllum hinum að sjá ljósið

15:54  

Skrifa ummæli

<< Home