laugardagur, október 28, 2006

Skyless

Ætlaði að skrifa eitthvað rosalega merkilegt en ég datt í það að hlusta á nýtt lag með hljómsveit frá Kanada að nafni Augury.
Þetta var svo fjandi gott lag að þegar það var búið var ég gjörsamlega búinn að steingleyma því sem ég ætlaði að röfla yfir :p

Ég reyni að hlusta eins mikið á tónlist og ég get. Ef ég hef ekki tækifæri að hlusta á eitthvað sem ég fíla yfir daginn, þá verður dagurinn svakalega dauflegur. Það gerir mér nokkuð erfiðara fyrir að mikið af því sem ég fíla í ræmur er tónlist sem margir í kringum mig eru ekki mikið fyrir.
Þess vegna kemur sér helvíti vel að vera með ipod, þótt að yfirmanni mínum í vinnunni er ekki sammála því þegar hann er að reyna að ná sambandi við mig :)

Einu útvarpsrásirnar sem ég get hlustað á eru RÚV og Rás 2.
Þarna er ekki alltaf verið að spila sama kjaftæðið alla daga.
Rás 2 er sérstaklega góð að því leitinu til að fjölbreytnin er mikil. því meiri líkur að heyra eitthvað sem manni líkar. Hinar rásirnar (bylgjan, xfm og hvað sem þær heita) spila eiginlega alltaf sama bullið, daginn út og inn.
Ég verð bara pirraður á því.
Ég reyni samt að vera opinn fyrir allri tónlist en ég er alls ekki alæta á músík(því miður..það er það enginn).

Ef maður hefði ekki góða músík til að hlusta á(til að syngja, öskra, hoppa, spila airguitar með) þá væri tilveran tómleg.

Jæja, best að halda áfram að hlusta...... ;)

3 Comments:

Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Sammála...
Það er EKKI HÆGT að þrauka daginn án þess að hlusta á a.m.k eitt gott lag... :D
Og helst miklu miklu fleiri... :P

12:58  
Blogger Haukur Dór said...

Jú, sjisss. Augury eru að gera svo allsvakalega góða hluti. Kanada er svo gjörsamlega komið aftur á kortið (tjékkaðu á Neuraxis og Negativa!).

18:19  
Blogger Joingi said...

ég hef verið að hlusta líka á Unexpect , Martyr, Spasme og Quo Vadis.
Neuraxis eru góðir..hef ekki heyrt í Negativa.
Mun kíkja á þá

19:19  

Skrifa ummæli

<< Home