þriðjudagur, október 24, 2006

Mýrin

Fór á Mýrina í gær með Elísu, pabba, mömmu, Jensa og kærustu hans.
Ég hafði miklar áhyggjur um hún yrði eins og allar íslenskar myndir sem ég hef séð.
Tilgerðarlegur leikur, hræðilegt hljóð(heyrir bara hluta úr samtali) og handrit sem skilar engri niðurstöðu...
Mér til mikillrar ánægju þá innihélt hún ekkert af þessu :)

Hún er fjandi vel unninn, ansi vel leikin og bara helvíti góð.
Mynd sem stenst alveg samanburð við erlendar myndir.

Ég las bókina á sínum tíma og féll alveg fyrir persónum þeim sem eru í henni.
Átti ekki von á því að Ingvar Sigurðsson mundi virka sem Erlendur(ég hafði hugsað hann nokkuð eldri og þykkari um mittið) en eins og aðrir leikarar myndarinnar stóð hann sig afskaplega vel.
Öll tæknivinna var líka til fyrirmyndar og mikið af flottum smáatriðum fyrir þá sem fylgjast vel með ;)

Já, ég skora á ykkur öll að kíkja á þessa mynd þið munið ekki vera svikin af því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home