þriðjudagur, október 17, 2006

Sleeping Stars

Fór uppí Ásgarð um helgina(sumarbústað) í afslöppun.
Veðrið var frekar leiðinlegt þannig að Elisa og vinkona hennar neyddust til að vera inni.
Ég notaði tækifærið og las eina góða bók að nafni "The 5 people you will meet in Heaven" eftir
Mitch Albom. Alveg snilldarsaga manns sem deyr á 83 ára afmælisdeginum sínum og hittir persónur sem höfðu áhrif á lífshlaup hans.
Verst að ég var alltof fljótur með hana..ég var um 3 tíma að lesa hana.

Að sjálfsögðu var grillað í rigningu og roki og það bragðaðist fjandi vel.
Síðar um kvöldið lægði til og stytti upp...og ég uppgvötvaði stjörnurnar aftur.
Það eru mjög mörg ár síðan ég hef séð svo fallegann stjörnubjartann himinn, engin ljós, engin ský og ekkert tungl til að trufla.
Þegar ég var lítill lá ég oft í snjónum og horfði uppí himin og velti fyrir sér hvort einhverjar verur væru þarna uppi. Enn í dag er ég sannfærður um að jörðin er ekki eina plánetan sem inniheldur líf.

Við að sjá þessa stórkostlegu sýn fannst mér allt verða svo lítilvæglegt hliðina á þessu.
Bara við að reyna að hugsa sér hversu margar stjörnur eru til fær mann til að svima.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

komst uppeftir en kíktir ekkert á Berg shame on u ...

14:35  
Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Ég uppgötvaði einmitt stjörnurnar aftur þegar ég kom til Brandbu..
Þar eru götuljós nebbla í lágmarki og það er æðislegt að horfa uppí himininn á kvöldin... :P

14:00  

Skrifa ummæli

<< Home