fimmtudagur, maí 24, 2007

The Mundane and the Magic

Það hefur margt verið að gerast og þarafleiðandi hef ég ekki gefið mér tíma til að röfla hér :)
Mikið að gera í vinnunni og svo var ég að taka beltapróf á þriðjudaginn(kominn með 3. kup)
eða rautt belti með eina svarta rönd. Nokkuð stór áfangi þar á ferð, sérstaklega þar sem ég var með tennisolnboga fyrr í vetur og gat lítið notað hægri höndina á æfingum.
Það hafði áhrif allar armbeygjurnar sem ég átti að taka í prófinu :p

Jæja, þá er komin ný stjórn(eða svona 50% allavega) vonandi verða einhverjar góðar breytingar þar á ferð.
og svo vil ég senda sérstakar þakkir til Úkraínu fyrir að koma með eitt versta lag sem ég hef heyrt í Eurovision...reyndar fengu þau of mörg 12 stig (og það varð til þess að ég drakk frekar mörg staup af tequila í eurovision partýi) sem betur fer bjargaði kosningarsjónvarpið mér frá frekari drykkju....bleh :)

Sumarið leggst nokkuð vel í mig, ég er búinn að taka þá ákvörðun að reyna við bifhjólaprófið.
svo ætla ég að vera í betra formi á næsta beltaprófi(80 armbeygjur bíða mín!!!!).
og svo ætla ég líka að röfla aðeins meira, ekki vantar umræðuefnið en vandamálið er að koma því frá sér svo gott sé.

þangað til næst....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og hvenar er þetta næst þitt?

18:58  

Skrifa ummæli

<< Home