fimmtudagur, mars 08, 2007

Restless Oblivion

Nú er komið en eitt stýrikerfið á markaðinn frá Microsoft.
Aðalheitið er Windows Vista en svo eru til fullt af útgáfum af því.
Eina góða sem ég get sagt um þetta stýrikerfi er að það er rosalega flott :p

Ég mæli eiginlega ekki með því að fólk fari út og kaupi sér eintak í dag.
Nema ef nýja tölvan þin komi með Vista uppsettu, þá áttu eftir að lenda í
miklum erfiðleikum. Jafnvel ný tölva með Vista er trygging á að lífið verði einfalt.

Ég var að keyra vél með Vista (RC1) í um 2 mánuði áður en vélin gaf upp öndina.
Stýrikerfið fríkaði út við að setja upp prentaradriver í fyrra skiptið og svo
dó það endanlega við að keyra upp uppfærslu frá microsoft....great stuff :p
Vildi ekki ræsa sig aftur eftir það.

Þótt XP er orðið gamalt og ennþá doldið böggað, þá er það orðið mjög stabílt
og keyrir bara nokkuð vel allt sem til þarf. Haldu þið við það næsta árið eða svo ;)

Ef þú ert mikið í leikjum, þá skaltu ALLS EKKI fara yfir í Vista!!!!!
XP keyrir alla leiki mun betur og mun gera það um ókomna tíð.

Linux...hmm kannski, en það er ekki fyrir alla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home