föstudagur, mars 09, 2007

Flesh Festival

Klámvæðing er að tröllríða þjóðinni og er þetta byrjað að ganga svo langt
að kona nokkur taldi sig sjá grófann sora framan á nýjasta Smáralind bæklingnum.
Þetta kom fram í fréttablaðinu í gær.
Ég varð alveg orðlaus við að lesa þetta, sorry en ég held að það sé eitthvað að
þessari konu að detta þetta í hug.
Svona fólk á bara að halda sig inni og horfa á Disney Toon channel og ekki lesa nein blöð eða bæklinga, því gæti séð aftan á konu í einhverri auglýsingu og auðvitað er það klám!!!!!
FFS!!!!!
Eðlileg manneskja getur alveg gert greinamun á klámi og öðru. það held ég allavega :p

En ef við snúum okkur að klámi sem slíku, þá hefur aðgengi að því einfaldast rosalega í gegnum árin. Er það góð þróun? nei ég get ekki sagt það, því þessu er ýtt að öllum, líka fólki sem
vill ekki sjá þetta og líka þeim sem hafa ekki aldur til.
Hérna áður fyrr þurfti fólk að hafa fyrir því að verða sér útum svona efni.
þannig ætti það að vera.
but sex sells......

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jam alveg sammála er orðin leið á að það sé hrópað klám klám yfir öllu, eins og við séum á vissiri leið back to the past :( þar sem allt sem tengist kynlífi var bannað að tala um, og maður roðnaði við orðið rass..
weee þetta viljum við

12:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Klám klám klám.....

Það er greinilega hægt að sjá klám allstaðar....
En það ersamt skrýtið, ég sá ekkert kláfengið við þennan bækling þarna frá smáralindini..
Þessi kona hefur greinilega ekki séð almennilegt klám...

11:16  
Blogger beast said...

Þetta er allt saman spurning um hugarfar. Ef þú vilt sjá eitthvað klámkennt út úr einföldum hlutum þá geturðu það. Ég hef heyrt rök fyrir því að hurðarhúnar séu ekkert annað en reðurtákn. Ég efa nú að þeir hafi verið hugsaðir sem slíkir en hey hver veit svo sem. Þessi kona er bara ein af þessum manneskjum sem blaðra allt of mikið um hluti sem þau vita ekkert um.

19:52  

Skrifa ummæli

<< Home