þriðjudagur, apríl 25, 2006

White Noise..Black Silence

Ég hlusta mikið á tónlist og það aðallega í gegnum Ipod eða tölvuna.
Er löngu búinn að setja allt mitt CD og LP safn á MP3 form.

En núna um daginn var ég að hlusta á einn disk sem ég hafði ekki hlustað á í langann tíma

(Testimony of the Ancients með hollenska bandinu Pestillence) í gegnum tölvuna.

og mér fannst eitthvað skrýtið við þetta og ákvað að setja CD í PS2 tölvuna og hlusta á hann þannig.

Munurinn var svakalegur. Ég hafði rippað þennann disk 1999 og bara í 128kbit gæðum og það heyrðist.

Þetta varð til þess að ég fór að hlusta á hin og þessi lög.

og það var sama í hvaða gæðum ég hafði rippað þetta í (oftast í 192kb) alltaf var CD miklu betri.

Meira að segja VBR HQ ripp(240-320kb) var ekki að koma það vel út.

Reyndar við þessa skoðun komst ég að nokkrum hlutum
  • Hljóðkortið í tölvunni minni sýgur feitann flóðhest(eitthvað innbyggt Realtek)
  • Hljóðkortið í vélinni hennar Elísu rokkar miklu betur(innbyggt Nvidia soundstorm)
  • PS2 er fínn geislaspilari ef þú tengir hana Digital við magnarann.
  • Ég þarf að laga gamla Pioneer geislaspilarann minn :(
  • Ég þarf að rippa allt mitt safn aftur í mun betri gæðum (eeeek)

Ég tók mig til í fyrradag og fór að prófa nokkur rip forrit (Exact Audio Copy, CDex, iTunes, Winamp, Audiograbber)
ég notaði LAME mp3 encoder þar sem ég hafði val á því(itunes gaf mér fingurinn).
iTunes er langverst af þessum forritum og winamp tókst líka að klúðra rips.
EAC(exact audio copy) er mjög fínt(sérstaklega ef þú ætlar að nota lossless þjöppun með FLAC eða einhverju svipuðu) og Audiograbber líka. Cdex var ég ekkert að fíla.


Ég keypti mér iPod mini í fyrrasumar og hef notað hann allsvakalega mikið
og ég er bara nokkuð sáttur við hann. Tóngæðin eru ekkert góð og EQ stillingarnar eru hrikalegar,
en það var ekki aðalatriðið við kaupin á honum(ólíkt þegar ég keypti mér Pioneer spilarann á sínum tíma).
iPod er hinsvegar einfalt og mjög sniðugt tæki, sem hentar öllum. en ef þú vilt betri tóngæði,
þá skulið þið skoða Creative Zen tækin(þau drulla alveg yfir ipod).
Og já...ég þarf að fá mér eitthvað betra hljóðkort í tölvuna. og nýja nál í plötuspilarann :(

Eitt í viðbót....þið sem eigið iPod, þá mæli ég með að nota Winamp til að halda utan um tónlistina.
hægt er að sækja svokallað ml_ipod plugin sem gerir þér kleyft að nota ipodinn við winamp(reyndar hægt að fá plugin fyrir fleiri spilara).
að mínu mati mun þægilegra og betra að eiga við en helvítis iTunes.

föstudagur, apríl 21, 2006

The Construction of Light

Páskafríið að baki og það var ansi ljúf helgi. Slappaði kannski aðeins of vel af :)
Allt ljúft að vera í Reykholti.
Mikið borðað af góðum mat(það sveltur sko enginn þar) .
Já þetta hafa verið ansi góðir dagar.
pabbi er loksins komin af borgarspítalanum og farinn uppá Grensás í endurhæfingu
og þetta gengur bara ansi vel hjá honum.

Aðeins útí aðra hluti....
Fyrir páska skrifaði ég 3 raus sem ég hætti við að setja hér inn.
Öll höfðu þau það sameiginlegt að vera um trúarmál og fermingar....
Ég fór eiginlega að spá af hverju ég væri að ritskoða sjálfan mig, því ekki að
sletta þessu bara fram og hugsa ekki um aðra.
Nei, þá væri ég byrjaður að hljóma eins og Gunnar í krossinum eða fólkið
á Vantru.is.
Fólk má alveg trúa því sem það vill mín vegna, en helst vildi ég að trúarbrögð væru ekki til.


Það er þannig að það er fólk í kringum mig sem trúir og það er ekkert sem ég
get gert til að breyta þeirra skoðanir á þessu. ég viðurkenni alveg að ég
hef ekki reynt það :) Allir hafa skoðanir og það er ekkert gaman að allir séu sammála um
hlutina(úff það væri nú tilbreytingalaus tilvera).

"Your kingdom is of Emptiness,
invisble Empire of Illusion,
There's No Majesty In your Empty Words.
Your Ideology, Self Delusion,
Revisionism is The Future,
So Lets Hail the Same Old Dawn
Kneel Before The Same old Order,
You're No Kings - Only Pawns.

You're waiting For Tomorrow,
Well Tomorrow Never Comes,
Ha! you're Waiting for Your New Dawn,
So Sad to Say There Isn't One,
Because, (You Fools) Tomorrow Belongs to Nobody

Tomorrow - Belongs to Nobody....."

Af plötunni Swansong(1995) með hljómsveitinni Carcass
(texti samin af Jeff Walker)


mánudagur, apríl 10, 2006

Hammer Smashed Face

Jamm þannig leið mér í gær, upplifði eina verstu þynnku í manna minnum :(
að drekka ofan í lyf var ekki sniðug hugmynd...eftirá.
Tókst að fara á KFC og fá mér einn fitugan til að skola þynkunni
og hann virkaði fjandi vel. í gærkveldi var ég orðinn fínn.

Vaknaði upp í morgun samt mjög skrýtinn(meira skrýtinn enn venjulega)
þessi lyf eru að fucka mann upp.

og svo útí annað mál.....

Stóru tónlistarfyrirtækin og félög réttindahafa hafa verið í miklu stríði við
notendur um niðurhal á tónlist og öðru drasli.
Merkilegt að þetta pakk skuli ekki reyna að notfæra þessa tækni í stað þess að berjast á móti henni. Sem betur fer eru litlu fyrirtækin að nota þessa tækni í þágu neytenda.
Eftir að ég fór að niðurhala músík fór ég að kaupa mun meira af diskum af netinu, enda var ég að komast í kynni við hljómsveitir sem ég hefði aldrei kynnst í gegnum þessar venjulegar leiðir.
neðanjarðar og önnur jaðar tónlist þrífst á svona auglýsingaraðferð.
Stórufyrirtækin eru hinsvegar að matreiða tónlist sem á að seljast í bílförmum...sama hvort sú tónlist er góð eður ei. Það skiptir þá engu máli.

Það að ritverja diska er með öllu gagnslaus aðferð til að stoppa afritun, þeir sem ætla sér að stela tónlist láta ekki einhverjar hálfvitalegar varnir stoppa sig. frekar að spara pening og eyða því í eitthvað skynsamlegra.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Descanting The Insalubrious

Það kom í ljós í morgun að ég hef sömu sýkingu og hann pabbi
eða bakteríu sem kallast "Staphylococcus Aurus", lubberly!
Loksins komin á rétt lyf, rosa gaman!
Þetta er búið að vera eins og í þætti af House..nema að ég hef ekki fengið hjartáfall :p

Og ég sem var búinn að plana að sötra öl og hella í mig whiskey næstu helgi :(
/sniff

og núna bíð ég bara eftir næsta disaster......

miðvikudagur, apríl 05, 2006

To a Bitter Halt

hefði átt að bíða með póstinn í gær, því klukkutíma eftir hann
byrjaði verkur aftur í olnboganum sem mér tókst ekki að minnka nema af litlu leyti með íbúfen og parkódin.
Svaf þaraf leiðandi frekar lítið í nótt.
Talaði við 4 lækninn á 3 dögum og það virðist vera að þetta sýklalyf sem ég var að taka er ekki að virka sem skyldi. bólgan er enn til staðar og mikill hiti í kringum það svæði.
Well, ég var dópaður upp og sagt að fara heim.
Niðurstaðan úr ræktuninni kemur ekki fyrr en á morgun :(

Ég verð að segja að hjúkrunarkonurnar eru alveg frábærar á borgarspítala.
Eiga þær allar miklar þakkir skilið fyrir framúrskarandi ummönnun, bæði á mér og honum pabba.
En hvað varðar læknana.....þá er best að segja sem minnst um þá flesta, þó leynast fínir guttar þarna inná milli. Þeir mættu gefa sér meiri tíma til að lesa skýrslurnar um mann......

bleh.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Day to End

Jæja, seinustu tveir dagar hafa verið skemmtilegir...
Eftir hádegi í gær fann ég fyrir miklum sting í vinstri olnboga, sem síðan magnaðist í stöðugan sársauka. Smá bólga byrjaði síðan að myndast, sem síðar stækkaði fjandi hratt.
Well, ég fór snemma úr vinnunni og beint uppá slysó og þar fékk ég að bíða í tæpa 2 tíma(ipod rocks).
Bólgan stækkaði mikið á þessum tíma.
Það var skorið á bólguna og glær drulla var hreinsuð út með gúmmí slöngu.

Ég verð að viðurkenna að ég fékk vægt panic attack við þetta, útaf því sem gerðist fyrir pabba.
en ég hef ekki áhyggjur lengur, fékk sýklalyf beint í æð(er enn með æðarlegg þar sem ég þarf að mæta næstu daga niður á slysó til að fá fixið) og ég er með höndina í fatla útaf skurðinum.
ekki gaman að vera einhendur :(

Svo virðist sem að ég hafi fengið sýkingu í smá skrámu sem ég fékk á íslandsmeistaramótinu þar seinustu helgi. ótrúlegt helvíti. ég hafði haft fyrir því að hreinsa sárið með spritti og skipti um plástur daglega á meðan sárið var að gróa...en það dugði ekki.


Ótrúlegt hvað líðanin getur breyst hratt, í gærmorgun var ég hress, eftir hádegi bara alls ekki.
En með góðri hjálp Parkódin Forte er þetta bara mjög bærilegt :)