þriðjudagur, apríl 14, 2009

Shadow Duet

Frá seinasta pósti hefur margt gerst, bæði frábærir hlutir og slæmir.
Dóttir mín fermdi sig 4 apríl. það gekk ótrúlega vel upp.
Hef náð að hjóla helling og Elísa hefur komið nokkrum sinnum með mér.

Allt sem hefur gerst hefur gert mér betur grein fyrir því hvað ég vill útúr mínu lífi.
Hverjir draumar mínir og vonir eru.
En er það réttlátt að leggja þá drauma á aðra manneskju eða manneskjur?
Að ætlast til þess að það fari sömu leið og vilji það sama?
Það fer alltaf illa ef þú reynir að stjórna lífi einhvers annars, hver er sinnar gæfusmiður.

Þolinmæði er það sem skiptir máli, og vona það besta...er eitthvað annað hægt?
En alltaf er það biðin sem étur mann upp......

well, we shall see how it goes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home