mánudagur, júlí 31, 2006

Years of Silent Sorrow

Fyrir um ári síðan fékk ég það verkefni að bjarga gögnum af tölvu.
Þetta átti að vera eitthvað af office skjölum og líka ljósmyndir.
Svolítið sem ég geri mikið í minni vinni.
Ég náði að bjarga þeim skjölum sem ég átti að bjarga...en ég fann nokkuð annað inná tölvunni
sem átti ekki að finnast.
Inná þessari vél fann ég slatta af myndum og videoum sem innihélt barnaklám,
mjög svæsið.
Ég fékk algert sjokk og eftir að hafa talað við yfirmenn mína höfðum við samband við lögregluna
sem kom fljótt á staðinn. Ég öfunda ekki þá sem vinna við að rannsaka svona viðbjóð, þeir hafa alla mína samúð.

Við rannsókn málsins kom í ljós að eigandi tölvunar hafði keypt hana notaða og fyrri eigandi hafði haft þetta efni meðferðis. Hver endanleg útkoma úr þessu var veit ég ekki.

Ég fyllist svakalegu hatri gagnvart fólki sem vogar sér að misnota börn, þetta fólk á ekkert gott skilið. Þetta fólk er að drepa sakleysi og sálir barna, skilur þau eftir í sárum sem læknast líklega aldrei. Barnaníðingar hafa enga afsökun fyrir sínum gjörðum...alls enga.
Því miður er það svo að svona fólk er að sleppa með alveg ótrúlega vægar refsingar og svo eru skattsvikarar að fá miklu harðari dóma????? WTF!
Að mínu mati ætti að vera ein refsing fyrir svona fólk...festa hvern útlim við hest og láta þá hlaupa í sitthvora áttina...Ég þarf ekki að útskýra hvernig það mundi líta út eftirá.

föstudagur, júlí 28, 2006

Format C: for Cortex

Meira tölvur!
Og enn og aftur koma notendur við sögu ;)
Það er ótrúlegt hvað margir taka ekki afrit af sínum "mikilvægu" gögnum.
Nær allar tölvur í dag eru með eitthvað sem hægt er að taka afrit með.
td. geislaskrifari, usb tengi fyrir minniskort eða diskaflakkara eða jafnvel SD slot fyrir SD kort.
því miður er að það svo alltof margir klikka á þessu og hugsa ekki um þetta
fyrr enn illa fer.
Þannig að ef þú átt mörg hundruð eða þúsund myndir af stafrænu myndavélinni inná tölvunni.
þá er kominn tími til að skrifa þetta á cd eða dvd. kostar ekki mikið.
ég lendi í því árið 1997 að missa fullt af myndum af þvi að "file system" á harða disknum
varð corrupted(win95 var æðislegt). Þarna hafði ég verið að taka myndir með einni af fyrstu digital vélunum sem komu á markað, Kodak DC eitthvað, og náði bara að bjarga örfáum :(
eftir það tek ég reglulega afrit af öllu mínu drasli.
Reyndar hef ég þurft að gera afrit af öllum geisladiskunum sem ég notaði fyrir 2000 því að mikið af þeim hafði byrjað að eyðast upp :p Já, taka afrit af afritinu.

Eitt sem ég heyri á hverjum einasta degi er það að tölva viðkomandi sé orðin svo rosalega hæg..
well, það er margar ástæður fyrir því, en oftast er það útaf eftirfarandi ástæðum..
í fyrsta lagi hefur viðkomandi sett inná tölvuna öll möguleg forrit inná tölvuna, hvort þau eru einhvern tímann notuð eður ei :p Windows hægir á sér eftir því sem fleiri forrit eru inná tölvunum. þvi að það keyrir meira og meira upp í ræsingu. þannig gott ráð er að hafa bara þau forrit sem þarf inná tölvunum. og taka hin út.

Í öðru lagi svolítið sem tengist fyrsta lið :p með öllum þessum forritum hefur slæðst með eitthvað ruslforrit. Spyware eða adware forrit eru svakaleg plága og maður þarf að hafa sig allan við að forðast þau. Þetta rusl tekur minni og hægir á öllum tölvum, jafnvel leggja þær í rúst. Að hafa alla þessa rosalega flottu broskalla í póstinum og í MSN er ekki alltaf sniðug hugmynd ;) með þeim koma oft alveg skelfileg forrit. þessi liður er eiginlega efni í sér raus :p

Í þriðja lagi er alltof lítið minni eða lítið pláss á harða disknum. Windows XP sem flestallir eru að nota í dag þarf að hafa minnsta kosti 512MB í minni til að starfa í góðu lagi. því meira því betra.
Og plássið á harða disknum er ekki endalaust, á endanum fer tölvan að hiksta að því að allir friends þættirnir þínir taka allt diskpláss :) 500mb er það minnsta sem windows þarf að hafa laust á disknum til að hiksta ekki. Diskpláss ætti nú ekki að vera vandamál í dag, þegar hægt er að fá harða diska uppí 750GB að stærð og jafnvel hafa marga svoleiðis :p /slef....

Þegar fólk fer að hreinsa til á tölvunum sínum endar það oftast í skelfingu því að það hefur þurrkað eitthvað út sem stýrikerfið þurfti á að halda :p þetta hefur sem betur fer batnað með árunum....smávegis

bleh

föstudagur, júlí 21, 2006

Tidal Tantrum

Meira um tölvur! Núna sérstaklega um ferðatölvur.
Fólk er að kaupa þessar græjur á hellings pening og svo fer það með þessar tölvur
eins og matardiska. Já á hverjum einasta degi í minni vinnu þarf ég að þrífa þær tölvur sem ég vinn við. Skjárinn er yfirleitt útkámaður og rykugur, lyklaborðið skítugt og fullt af matarleyfum.
Já prófið bara að snúa tölvunum ykkar við með skjáinn opinn yfir hvítu blaði.
Im talking to ye!

Síðan segir fólk að það fari rosalega vel með tölvuna sína???? hún er alltaf á skrifborðinu, stofuborðinu eða eldhúsborðinu. skólafólkið skil ég betur með útganginn þó svo ég skil ekki hvernig það getur unnið á sínar tölvur svona skítugar(sést varla á skjáinn vegna drullu).
af svona 20 vélum sem koma inn er ein vél sem er vel með farin.

Ef þið viljið að þessi tæki endist eitthvað þarf að hugsa nokkuð vel um þau.
Ekki nota sterk hreinsiefni(bara redda sér microfiber klút og volgt vatn)
og ryksuga lyklaborðið reglulega ;)

Fólk er líka ansi duglegt að missa hina ýmsu vökva yfir vélarnar....
Vatn (næst algengast)
Kaffi (lang algengast)
Kók (mjög algengt og líklega það versta sem hægt er að fá á þær)
Rauðvín (merlot er betra en Cabernet sauvignon fyrir tölvurnar)
ávaxtasafa (trópi very bad!)
mjólk
þetta er það algengasta og hérna er líka listi hitt stuffið sem fólk hefur slett á sínar vélar..

Æla (séð það 3 sinnum á mínum ferli. Líklega betra að senda vinum myndum af fylleríinu..eftir fylleríið)
piss (krakkar yngri en 2 ára eiga ekki að vera nálægt svona tækjum)
Sjór (kannski sniðugt að hafa tölvuna þar sem sjór slettist ekki á hana)
Steikingarfeiti (???!!!!)
rauð kópal innimálning (hehehe)
Sápa (fékk aldrei að vita hvernig sápa þetta var, líklegast sjampó)

Jamm fólk er fífl ;)

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Cenotaph

Afi minn, Jóhann, lést á fimmtudaginn í seinustu viku. Hann var 83 ára.
Hann var búinn að vera mikið veikur seinustu ár, þannig ég var eiginlega
undirbúinn undir það að hann gæti farið hvenær sem er og líka feginn fyrir hans hönd
að hann fengi endanlega hvíld.

Já hann var sérstakur kall og ég mun ávallt minnast hans inní eldhúsi, sötrandi kaffi, gera krossgátu, hlustandi á gufuna og reykja sínar Lucky Strike.
Ég fór í kistulagningu í dag og eftir hana fór maður að rifja upp ýmislegt sem maður man eftir tengt honum. En ég ætla ekki að telja það upp hér.
Svo verður hann jarðsunginn á föstudaginn.

Jóhann Ingvarsson, minning þín mun lifa áfram í þínum börnum. Megi þú hvíla í friði.

mánudagur, júlí 03, 2006

Tools of the Trade

Kominn aftur heim í kuldann og rigninguna. Jamm, það var ansi heitt í Noregi þessa 9 daga sem ég var þarna. Hitinn fór varla undir 20 stig og það rigndi lítið sem ekkert, enda lít ég út eins og ég hafi verið á sólarströnd.

Þetta var geysilega skemmtileg ferð, lærði alveg helling þarna, prófaði fullt af nýjum hlutum bæði tengt Taekwondo og utan þess. Fór í mína fyrstu ferð í rússibana(í Tusindfryd skemmtigarðinum)
og syndi í söltum sjó.
Noregur er ansi spes land, þarna er allt miklu dýrara en á Íslandi, það er lítið sem ekkert útsýni(fjandans tré útum allt) og norðmenn kunna ekki að skemmta sér(það þarf íslendinga til að hrista uppí liðinu).

Æfingarbúðirnar var sérstök upplifun, að læra hjá meisturum frá ýmsum löndum(Noregi, Danmörku, Suður-Kóreu og svo Frakklandi). Allir með mismunandi aðferðir við kennsluna.
Gaman að sjá að við íslendingar stöndum hinum þjóðunum ekkert að baki.
Elísa fór með mér út og stóð sig alveg afskaplega vel á æfingum, sérstaklega á einni þar sem allir krakkarnir þurftu að taka handahlaup og taka svo nokkur spörk. Elísa var sú eina sem gat gert handahlaup(bæði með tveimur og einni hendi) og vakti það mikla hrifningu hjá kennurum.
Hún var líka með mér á tveimur æfingum og var að standa sig mun betur en margir fullorðnir.

Já þessir kennarar voru misjafnir, verð að segja að ég gat skilið kóreönsku kennarana betur en þá norsku. Norðmennirnir báru fram öll kórensku nöfnin á spörkum, hreyfingum og kýlingum með svo skrýtnum áherslum..sumir reyndar sögðu hreyfingarnar á norsku sem gerði manni ansi erfitt fyrir. Kennararnir frá hinum löndunum voru mun skiljanlegri.

Þessi reynsla hefur alveg gefið mér nýja innsýn inní taekwondo sem ég mun græða á um ókomna tíð.

Það voru teknar vel yfir 1500 myndir af ferðinni, sem munu líklega birtast á írtaekwondo heimasíðunni. þær ættu að detta inn næstu daga þar ;)