fimmtudagur, desember 28, 2006

Chromatic Chimera

Þessi nýja útgáfa af Blogger hefur verið að stríða mér nokkuð(týna passwordi og fleira skemmtilegt)
Lootið á aðfangadag var bara nokkið fínt og það var mikið etið.
Svo er nýtt ár að koma, djöfull líður tíminn hratt. Rétt byrjaður að venjast þessu ári.

Það hefur samt ótrúlega mikið gerst á þessu ári. það yrði langur póstur að telja það allt upp.

allavega vildi óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Sepulture of Hypocrisy

Jólin nálgast og allt stressið með því.
Reyna að finna gjafir, redda þessu og hinu.

Ég lít á jólin sem fjölskylduhátið fyrst og fremst,
hún kemur saman, borðar góðann mat, gefur fínar gjafir
og hefur góða stund saman. það er allt sem skiptir máli.

Og svo er þetta hátíð kaupmanna að sjálfsögðu :)

Svartklæddir menn reyna svo að sannfæra landann að
þetta tengist allt fæðingu einhvers. en talið er víst að sá
gutti fæddist á öðrum degi og öðru ári en þeir telja.
Allt spurning um markaðsetningu ekki satt?

Allavega stutt í dag, hafið það gott um jólin ef ekkert meira kemur frá
mér fyrir þann tíma.