mánudagur, ágúst 28, 2006

Haven



Leitir þú af visku,
í myrkri þú endar.
Hyldýpi fróðleiks
fanginn að eilífu.

My Sky is darker than thine

Ferðin til Kárahnjúka var brilliant. það hjálpar að hafa góða ferðafélaga ;)
Þótt ýmislegt hafi komið uppá(vondur skyndibiti, rangt eldsneyti og að villast)
þá eyðilagði það ekki fyrir.

Virkjunin sem slík hefur mun meiri áhrif á landslagið en ég gat gert mér í hugarlund.
Að sjá myndir í sjónvarpi og stærð á kortum gefur manni ekki rétta mynd af afleiðingunum.
Svæðið sem fer undir vatn er í sjálfu sér ekki merkilegt, en það svæði sem er fyrir neðan stífluna skiptir mig meira. Þ.e.a.s. Dimmugljúfur. Það er það næstflottasta sem ég hef séð hér á landi(það flottasta er Ásbyrgi). það er svæði sem er enn í myndun en þessi stífla mun minnka þau áhrif allsvakalega. Það finnst mér sorglegt.
Álverið er ég á móti, þetta er svo "cheap" lausn á byggðarflótta. Auðvitað ekki ódýr lausn hvað varðar kostnað heldur hvað varðar byggðarlausn. Það þarf svo lítið til að þetta hrynji niður.
Ef álverð lækkar mikið þá er þetta hrunið til grunna. og hvað gerist þá?
Erum við þá ekki að tala um hvað gerðist fyrir stáliðnað í Evrópu? Eftir að ódýrt stál fór að berast á markaðinn frá Asíu, þá hrundi heimsmarkaðsverð. Og heilu bæirnir fóru í eyði.
Sheffield td er ekki svipur að sjón.

Hvað varðar ferðina sjálfa, þá mun ég láta bró skrifa ferðasöguna. Hann er betri penni en ég ;)

laugardagur, ágúst 12, 2006

The World You Made

Verslunarmannahelgin var mjög fín, fór uppí bústað ásamt Elísu
og þar í góðum félagsskap var drukkið mikið og borðað mikið.
btw, öll óheppnin gerðist bara fyrir hádegi á fimmtudaginn :)
sem betur fer.....

Næstu helgi ætla ég og Jensi bróðir kíkja á Kárahnúkjasvæðið áður en það fer undir vatn.
Að vísu hefur verið að bætast við eitthvað af fólki sem ætlar að koma með.
Enn í dag hef ég ekki komið mér niður á skoðun hvort ég sé með eða á móti
þessarri virkjun. Líklegast er að ég komist að niðurstöðu á staðnum.

Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að við íslendingar munum missa okkur í stóriðju.
Mengun sem fylgir henni er alltaf erfitt að eiga við. Því þurfum við að fara
varlega í þeim efnum.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

As Dark Embers Dress the Sky

Damnit, vaknaði tíu mínútur í tíu..s.s. svaf hressilega yfir mig. gleymdi að setja vekjarann í gang.
Fór niðri í þvottahús og sá að einhver fáviti hafði tekið allann þvottinn minn af snúrunum...
á meðan hann var enn blautur!!!
Fór síðan útí bíl...ég hafði gleymt að loka topplúgunni alveg og voru því framsætin blaut...
Útvarpið fór ekki í gang...ipodinn var rafmagnslaus.
Vinnuvélin byrjaði á þvi að krassa í fyrsta skiptið(var að skrá inn að ég hafði mætt seint).
Feck!!! líst ekkert á þetta.....hvað gerist eiginlega næst????


stay tuned....

Revaluation of all Values

Samband milli tveggja einstaklinga byggist fyrst og fremst á málamiðlun.
Að ganga hinn gullna milliveg.
Það gengur aldrei upp að fórna öllu fyrir hinn aðilann,
þú þarft alltaf að hafa eitthvað fyrir þig.
Sambönd í eðli sínu eru afskaplega flókin fyrirbæri :)
Það er margt sem getur komið upp, svo sé ekki minnst á
þegar barn/börn eiga í hlut.
Það á til að flækja málin enn frekar.
En alltaf er það undir einstaklingunum komið hversu flókið
sambandið verður.
Allt sem þarf er áhuginn til að halda því gangandi og viljinn
til að láta þetta allt samann virka eins og nýsmurð vél.

Kannski ekki svo flókið eftir allt saman? ;)


úff, núna er Taekwondo æfingarnar komnar í frí fram til september,
þannig ég hef eftir Noregsferðina verið að skokka reglulega, til að auka þolið
fyrir komandi vetur :p Eftir skokkið í kvöld var ég svo "hyper" að ég gat ekki sofnað.
Er því að horfa á Rockstar: Supernova...og að skrifa þetta röfl.
Í mars 2004 var ég orðinn 106 kíló á þyngd. Þá ákvað ég að hætta að drekka gos
og að fara að hreyfa mig.
Að hætta að drekka kók var svakalegt, mér leið eins og eiturlyfjafíkli að "detoxa"
var hálfveikur í tæpa viku. Þetta er bölvað eitur enda get ég ekki drukkið þetta í dag.
Hef stundum tekið sopa bara til að prófa og það hefur alltaf skilið óbragð eftir í munninum.
Að öðru leiti hef ég ekki breytt miklu í matarræðinu, drekk mikið vatn í stað kóks og reyndar drekk kannski aðeins of mikið af kaffi.....
Núna í dag er ég 83kg og á bara 3 kíló eftir í takmarkið. Ætlunin er að ná 80kg um áramót.
já ég veit að þetta er ekki mjög "ambitious plan", en með þessu sé ég til þess að kílóin hrúgist ekki upp aftur ef ég hreyfi mig minna.

djö, útsendingin slitnaði áður við fengum að sjá hver datt út! feck!
well off to bed!....again