laugardagur, október 28, 2006

Skyless

Ætlaði að skrifa eitthvað rosalega merkilegt en ég datt í það að hlusta á nýtt lag með hljómsveit frá Kanada að nafni Augury.
Þetta var svo fjandi gott lag að þegar það var búið var ég gjörsamlega búinn að steingleyma því sem ég ætlaði að röfla yfir :p

Ég reyni að hlusta eins mikið á tónlist og ég get. Ef ég hef ekki tækifæri að hlusta á eitthvað sem ég fíla yfir daginn, þá verður dagurinn svakalega dauflegur. Það gerir mér nokkuð erfiðara fyrir að mikið af því sem ég fíla í ræmur er tónlist sem margir í kringum mig eru ekki mikið fyrir.
Þess vegna kemur sér helvíti vel að vera með ipod, þótt að yfirmanni mínum í vinnunni er ekki sammála því þegar hann er að reyna að ná sambandi við mig :)

Einu útvarpsrásirnar sem ég get hlustað á eru RÚV og Rás 2.
Þarna er ekki alltaf verið að spila sama kjaftæðið alla daga.
Rás 2 er sérstaklega góð að því leitinu til að fjölbreytnin er mikil. því meiri líkur að heyra eitthvað sem manni líkar. Hinar rásirnar (bylgjan, xfm og hvað sem þær heita) spila eiginlega alltaf sama bullið, daginn út og inn.
Ég verð bara pirraður á því.
Ég reyni samt að vera opinn fyrir allri tónlist en ég er alls ekki alæta á músík(því miður..það er það enginn).

Ef maður hefði ekki góða músík til að hlusta á(til að syngja, öskra, hoppa, spila airguitar með) þá væri tilveran tómleg.

Jæja, best að halda áfram að hlusta...... ;)

þriðjudagur, október 24, 2006

Mýrin

Fór á Mýrina í gær með Elísu, pabba, mömmu, Jensa og kærustu hans.
Ég hafði miklar áhyggjur um hún yrði eins og allar íslenskar myndir sem ég hef séð.
Tilgerðarlegur leikur, hræðilegt hljóð(heyrir bara hluta úr samtali) og handrit sem skilar engri niðurstöðu...
Mér til mikillrar ánægju þá innihélt hún ekkert af þessu :)

Hún er fjandi vel unninn, ansi vel leikin og bara helvíti góð.
Mynd sem stenst alveg samanburð við erlendar myndir.

Ég las bókina á sínum tíma og féll alveg fyrir persónum þeim sem eru í henni.
Átti ekki von á því að Ingvar Sigurðsson mundi virka sem Erlendur(ég hafði hugsað hann nokkuð eldri og þykkari um mittið) en eins og aðrir leikarar myndarinnar stóð hann sig afskaplega vel.
Öll tæknivinna var líka til fyrirmyndar og mikið af flottum smáatriðum fyrir þá sem fylgjast vel með ;)

Já, ég skora á ykkur öll að kíkja á þessa mynd þið munið ekki vera svikin af því.

þriðjudagur, október 17, 2006

Sleeping Stars

Fór uppí Ásgarð um helgina(sumarbústað) í afslöppun.
Veðrið var frekar leiðinlegt þannig að Elisa og vinkona hennar neyddust til að vera inni.
Ég notaði tækifærið og las eina góða bók að nafni "The 5 people you will meet in Heaven" eftir
Mitch Albom. Alveg snilldarsaga manns sem deyr á 83 ára afmælisdeginum sínum og hittir persónur sem höfðu áhrif á lífshlaup hans.
Verst að ég var alltof fljótur með hana..ég var um 3 tíma að lesa hana.

Að sjálfsögðu var grillað í rigningu og roki og það bragðaðist fjandi vel.
Síðar um kvöldið lægði til og stytti upp...og ég uppgvötvaði stjörnurnar aftur.
Það eru mjög mörg ár síðan ég hef séð svo fallegann stjörnubjartann himinn, engin ljós, engin ský og ekkert tungl til að trufla.
Þegar ég var lítill lá ég oft í snjónum og horfði uppí himin og velti fyrir sér hvort einhverjar verur væru þarna uppi. Enn í dag er ég sannfærður um að jörðin er ekki eina plánetan sem inniheldur líf.

Við að sjá þessa stórkostlegu sýn fannst mér allt verða svo lítilvæglegt hliðina á þessu.
Bara við að reyna að hugsa sér hversu margar stjörnur eru til fær mann til að svima.

sunnudagur, október 01, 2006

Vernal Awakening

Ég veit að svarið er 42, ég horfi alltaf á aukaefnið á dvd diskum, ég er ekki star trek aðdáandi,
ég á meira en 3 tölvur sem virka, ég á helling af roleplay bókum, ég geymi ekki penna í skyrtuvasanum, ég man ennþá hvernig á að nota DOS.
Nörd :)

Þegar ég var að alast upp, þá var ekki gott að vera kallaður nörd.
En í dag er það ekki svo slæmt.
Fyndið að samkvæmt bíómyndum og sjónvarpi eru nördarnir alltaf looserar sem hafa enga félagslega hæfileika og vafasama snyrtimennsku.
En í raun erum við ansi fjölbreyttur hópur :)


Lónið er byrjað að fyllast og það svæði sem fer undir vatn verður ekki aftur grænt næstu aldirnar. Fólkið er að flytja frá austurlandi, útlendingar koma í staðinn til að fylla upp í þær stöður . Mengun frá álveri flýtur yfir nálægum bæjum... já þetta er falleg framtíðarsýn stjórnmálamanna sem hugsa bara um að klára sitt kjörtímabil og fá sinn pening.
og svo má ekki gleyma stóru fyrirtækjunum sem græða sínar milljónir og þurfa ekki að axla neina ábyrgð gagnvart landi og þjóð. Já við beygjum okkur niður, girðum niður um okkur og látum taka okkur aftanfrá án sleypiefnis og segjum svo takk fyrir okkur.
The Almighty Dollar stjórnar þeirra gjörðum og ekki er verið að láta eitthvað lítilvæglegt eins og samvisku flækjast fyrir.

more later......