föstudagur, júní 23, 2006

En Ås I Dype Skogen

Jæja, elskurnar mínar.
Seinna í dag fer ég til Noregs og verð þar til 2. júlí.
Verð í Larkollen í rigningunni(samkvæmt veðurspá, lubberly).
Þangað til getið þið kíkt á Heimasíðu Graham Hancock
og stytt ykkur stundir þar ;)

mánudagur, júní 19, 2006

Symmetry of Zero

Almenningur kann ekki á tölvur, svo einfalt er það.
Bara lítil hópur kann eitthvað á þessi geysilegu flóknu tæki.
Já þetta eru ansi flókinn búnaður, og hlutirnir eru ekki að verða einfaldari.
Þegar ég byrjaði að fikta í tölvum af einhverri alvöru í kringum 1985, þá voru tölvurnar
mun einfaldari. Já Amstrad CPC tölvan mín var með heil 64kb í minni, með 4mhz örgjörva og með innbyggt kassettutæki og litaskjá sem gat notað heila 16 liti í einu!! Þar að auki fékk ég mér diskettudrif og fleiri hluti við hana.
Tölvan mín í dag er með 1024mb í innra minni. meira segja skjákortið í tölvunni er með 128mb í minni.
Fyrir flest alla er þetta óskiljanlegt :) fólk gerir oftá tíðum ekki greinamun á innra minni og geymslurými(nei...þetta er ekki sami hluturinn).
Margir nota tölvurnar sínar mjög mikið og jafnvel er þetta orðinn mj0g mikilvægur hlutur af þeirra lífi. Fólk notar yfirleitt örfá forrit(póstur, spjallforrit, netið, ritvinnsluforrit og jafnvel einhver vídeoforrit). En mjög sjaldan hef ég orðið var við að fólk setjist niður og hugsi um hvernig þessi tæki virka í raun og veru. Alltof oft heyri ég í minni vinnu að tölvan hafi bara gert eitthvað af sjálfum sér..yeah right...
Eina sem tölvur gera í raun er að vinna úr skipunum frá annaðhvort notanda eða forritum.
Input - Output regla.
Jamm notendur eru heimskir ;)
Ég hef td enga trú á "kerfisfræðingum" sem greiningaraðila á tölvubilun nema sá aðili er "kveikari" eða á við hreinlætisvandamál að stríða.
Þessa fleyga setning "Frændi/bróðir/vinur minn sem er kerfisfræðingur var að skoða vélina og hann segir að hún sé ónýt" HAHAHAHAHAHA, ég að vísu hlæ ekki framan í fólk en ég er fyrir löngu hættur að taka mark á svona sögum, því eru í 99 af hverjum 100 skiptum alrangar.
Ég hef meira segja lent í svona hjá mönnum sem vinna við að halda uppi tölvukerfum fyrirtækja /shiver...
Já til að skilja tölvur þarf maður að leggja höfuðið í bleyti og pæla í öllum hlutum sem tengjast henni(bæði vélbúnaður og hugbúnaður). Er til of mikils ætlað af fólki að það íhugi aðeins hvernig þessi tæki virka? Hvað varðar að koma með tölvur á verkstæði, þá mundi það minnka helling, því mikið af "bilunum" tengist vankunnáttu notanda(þótt hann þverneiti útí eitt).

Ég viðurkenni alveg að ég er alveg hræðilegur tölvukennari, því oft á ég erfitt með að útskýra suma hluti í einföldu máli (útskýra með hugtökum sem almenningur skilur....oftast).
Það sem mér finnst alveg hrikalega einfalt, finnst öðrum alveg stjarnfræðilega flókið(eins og skipta um upplausn í skjá).
Stundum þarf að hafa fyrir hlutunum, það hafa bara allir gott af því. mér finnst að fólk þurfi að hafa skírteini til að nota tölvur, alveg eins og með bíla. Sumt fólk á bara ekki að koma nálægt tölvum. ;)

meira tölvuröfl síðar......

sunnudagur, júní 11, 2006

Overactive Imagination

Leiðinn að sannleikanum er það sem vísindi ganga útá. Til þess að kenningar verði viðurkenndar þarf að koma með sannanir fyrir þeim. En þegar sumar kenningar koma fram hafa oft verið ansi þunnar "staðfestingar" á bakvið þær. Ein þeirra er um hinn mikla Pýramida(the great Pyramid) eða Keops Pýramídi eins og hann er oft kallaður. Þetta merkilega mannvirki er eitt ennþá standandi af sjö undrum jarðar. Og var líka það elsta.

Stærsti pýramidinn er eignaður Keops (Khufu) Faraó af fjórðu konungsættinni (2560 f.kr).
Ástæðan fyrir því að Keops er skráður fyrir honum er sú að það fannst á 19. öld skrift eftir verkamenn yfir konungsherberginu, með hans nafni. Það merkilega við þetta er það að þetta er eina skriftin inní þessari byggingu. Það er hvergi neinar veggskreytingar...hvergi.
Miðað við hvað Faraóarnir höfðu gaman af því að skrá sig á allann andskotann þá er þetta ansi merkileg uppgvötvun.

Það er til milljón og ein kenning um hver, hvernig og af hverju þessi pýramidi var byggður.
Ég persónulega hef ekki fest mig á neina ákveðna, því engar af þessum kenningum hafa verið sannaðar. Ekki einu sú að þetta sé grafhýsi. Egyptafræðingar komu sér saman um þá kenningu að þetta væri Grafhýsi.

Það hefur lengi verið minn draumur um að fara til Egyptalands og sjá með mínum eigin augum þetta merkasta mannvirki sem hefur smíðað fyrr og síðar.

hér eru nokkrar staðreyndir um þetta mannvirki.
Pýramidinn var hæsta mannvirki í 43 aldir þangað til Eiffelturninn var smíðaður árið 1889.
Notað var um 2 milljón steinar í verkið, hver er um 2 tonn að þyngt. Efnið í mundi duga til að gera 3 metra háann vegg í kringum Frakkland.
það tók um 20 ár að klára verkið og þrælar voru ekki notaðir, heldur voru þetta launaðir starfsmenn.
Nákvæmnin sem fór í þetta verk er alveg rosaleg, hver hlið er 229m á lengd. hvert horn er 90 gráður. Skekkjumörk á hliðum er um 0,1%.
Nútímahús getur verið með skekkjumörk uppá 3% og það getur talist gott.
Tvær hliðar pýramidans liggja frá suðri til norðurs...og er engin skekkja þar á ferð.
Lagningin á steinunum er svo nákvæm og vel gerð, að ekki er hægt að setja spil eða rakvélablað á milli þeirra.
Enn í dag er þetta stærsta steingerða mannvirki sem hefur verið smíðað.


Meira segja í dag væri þetta nær ómögulegt verk. Tíminn sem færi í að skera til hvern steinn, reikna út nákvæma staðsetningu á hverjum og einum og ná að hafa allt hornrétt og undir 1% skekkjumörkum, væri svakalegur. Mér finnst bara merkilegt að þeir skuli hafa geta gert þetta á 20 árum. :)

Mæli eindregið með því að kíkja á Guardian.net til að fá nánari upplýsingar.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Intermission

Ákvað að hafa einn póst á frekar léttum nótum.
Var að skoða my documents möppuna mína á ferða tölvunni og rakst á þetta litla ljóð
sem mér sýnist hafi verið samið í kringum seinustu verslunarmannahelgi.

Eitt sinn hitti ég fagra yngismær
Fékk ég frá henni eins og maður fær
Þótti mér sem hún hafði loðnar tær
lét mig samt hafa það að sjúga þær.

Þetta var nú ekki samið um neina að ég held :p
Ónefnt magn af áfengi getur haft undarleg áhrif á mann..........