miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Nightfall by the Shores of Time

Seinustu dagar hafa verið erfiðir, og mér sýnist á öllu að það mun lítið breytast á næstunni.
Það var smá glæta á laugardag, þegar tekið var hressilega í Singstar(man, get ekki beðið eftir Singstar Rocks!).

Það er á stundum sem þessum sem maður gerir sér almennilega grein fyrir því hversu brothætt lífið er. Sérstaklega þegar eina sem maður getur gert er að sitja og horfa á.
Líklega það versta sem hægt er að gera....er að velta sér of mikið uppúr þessu.

Þá er best að hafa eitthvað til að draga hugann úr myrkrinu..
Ég sá á mánudag ansi sérstaka mynd að nafni 3 Iron.
Þetta er í raun ástarsaga, en samt ólík öllum sem maður hefur séð.
Mynd sem þarf að horfa á til að skilja hvað ég er að meina :)

Ég hef mjög gaman að því að horfa á myndir frá öllum heimshornum, en þessa stundina eru Kóreanskar myndir í miklu uppáhaldi. Til þessa hef ég séð um 12 myndir frá því landi og allar hafa þær verið bara ansi góðar.

Dóttir mín er að horfa á Neon Genesis Evangelion, sem ég verð að segja að eru ansi góðir anime þættir.
Virkilega góð karakter sköpun og djúpt plot sem heldur manni hugföngnum lengi.

meira síðar.......

"Nightfall by the shores of time.
a tidal wave of fire and woe
Swept away with the last of life
the Core of the enigma as bestowed......."
DT.

mánudagur, febrúar 06, 2006

The Wonders At Your Feet

árið 2005 var geysilega gott ár að mörgu leyti, sérstaklega í tónlist.
Ég vildi fara aðeins yfir þær plötur sem mér fannst bestar á seinasta ári.

Dark Tranquillity - Character

Ég hef verið aðdáandi þessarar hljómsveitar síðan ég heyrði þeirra fyrsta demo og þeir hafa
aldrei valdið mér vonbrigðum. Þeirra seinasta plata kom mér samt ótrúlega á óvart.
Alveg ótrúlegur kraftur og einstök lagasmíð gerðu þessa plötu líklega þeirra bestu afurð.
hvergi veikan punkt að finna og ekki hægt að velja besta lagið. Þetta er plata sem þarf að hlusta á í allri sinni dýrð. Af öllum "gautarborgarböndum" standa þeir einir uppúr sem hafa ekki enn gert slæma plötu.

Opeth - The Ghost Reveries

Eftir tvíleikinn Damnation og Deliverence átti ég von á því að nú væri að halla undir fæti hjá þessu bandi. En þessi plata snéri mér alveg við. Ólíkt tvíleiknum er spilagleðin mjög áberandi
og skín í gegnum öll lögin. Þar að auki koma hinir hljóðfæraleikararnir meira við sögu en á fyrri plötum. Hörð og ljúf í senn, alveg snilldarplata.

Emilíana Torrini - Fisherman´s Wife

Jamm, þetta kom mér líka á óvart. Einföld og falleg plata sem gefur afskaplega rólegt og þægilegt andrúmsloft. Maður ímyndar sér að platan hafi verið tekin upp í kjallara við kertaljós,
kæmi mér ekki á óvart ef svo væri :) Mæli með að hlusta á þessa plötu með kertaljós og rauðvínsglas.

Bloodbath - Nightmares Made Flesh

Mikael Akerfeldt gat ekki verið með á þessari plötu þannig að þeir fengu Peter Tagtren úr Hypocrisy til að raula með. Ekki leist mér vel á það..... en shit mar!!!! Hann Peter kallinn er svakalegur á þessari plötu. Dan Swanö ákvað að taka gítarinn í stað trommunar og var það rétt ákvörðun. Hraðinn er mun meiri, og þetta er svo fjandi þétt að hægt væri að nota þennann fjanda í stíflugerð. Brill lög í alla staði, sérstaklega "Eaten", alveg þrælfyndinn og sick texti þarna á ferð.

Aðrar plötur sem komust ekki alla leið..en nokkuð nálægt

Nile - Annihilation of the Wicked
Brutal as fuck og minna af austurlenskum áhrifum. Titillagið og "Von Unaussprechlichen Kulten"
eru með bestu lögum sem hafa komið frá þeim, en verst að hin lögin ná ekki alveg sömu hæð, þótt góð séu.

Behemoth - Demigod
Þessir pólsku fjandar eru ekki mikið fyrir að slaka á, en það er líka bara gott :)
Lögin eru eiginlega öll drullugóð en því fer þetta vocal mix ekki vel í mig(hann er að blanda saman growling og screaming vocals til að gera þetta meira brútal). það finnst mér draga plötuna niður, hefði hann haldið sig við sömu raddir og á Zos Kia Cultus þá hefði verið í top listanum

Naglfar - Pariah
Önnur þrusu plata frá þessum sænsku djöflum, en hún kemur ekkert á óvart.
Samt frábært stuff

WTF ársins!

Dimmu Borgir - Stormblast (re-recorded)
Til hvers í andskotanum voru þeir að þessu??? Þeir taka meirihlutann af hljómborðunum út
og gera hana mun harðari fyrir vikið. En við það dettur þetta flotta andrúmsloft sem var á gömlu plötunni. Sorglegt......./sniff
P.S. Hellhammer er samt frábær á trommunum, klikkað

Korn - See you on the other side
Fuck! þetta svakalega vond plata :( og ég sem hélt að þeir væru þeir einu ásamt Slipknot sem hægt væri að hlusta á í Nu-Metal. Well þeir eru hérmeð strikaðir útaf mínum playlista.

Hlustað var á plötuna "This Darkened Heart" með All That Remains á meðan þessi póstur var skrifaður.



sunnudagur, febrúar 05, 2006

Momentary lapse of reason

Hvað annað er ást við fyrstu sýn?
Að horfa á manneskju handan herbergisins og vita að maður hafi fallið gjörsamlega fyrir henni?
og það án þess að þekkja hana eða vita hver í andskotanum hún er....

Svona var mín fyrsta ást...ást við fyrstu sýn. allavega mín megin. hvað hana varðar...well i dont really know.
Ári seinna vorum við saman. að vísu í stuttann tíma, en sá tími var ógleymanlegur.

Ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið hald svona skrýtnar tilfinningar hafa á manni.
Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að gleyma, hvað þá að hugsa til þess að hægt sé að finna fyrir aftur. þetta er í senn ljúf og hræðileg tilfinning, sem nær svo sterkum tökum á manni að ekki er hægt að hugsa um annað.

Öll reynum við að finna sálufélaga á okkar lífsleið og það eru ótrúlega fáir sem eru svo heppnir.
Er það virkilega satt að þarna úti sé manneskja sem skilur mann alveg og þú skilur til baka, og að þú viljir eyða allri ævinni með, hamingjusamur til ævil0ka.....
Já ég tel að svo sé, þvi að ég hef séð dæmi um það. En vandamálið er að finna þessa manneskju.

Ég gæti hafa hitt hana án þess að vita af því? Kannski á ég eftir að hitta hana.
En á meðan labbar maður á veggi og hrasar af leið, í leit af þessari manneskju.
Og hvenær veit maður að þarna sé hún fyrir framan mann....?

Ég hef hitt margar góðar á minni leið, sem ég hef kannski ekki átt samleið með. Flestallar eiga þær skilið að finna sinn eina sanna. Sérstaklega L.

Já þetta er furðuleg tilvera :)