fimmtudagur, maí 25, 2006

Decrystallizing Reason

Það er alltaf sagt að sigurvegarinn skrifi söguna, sá sem tapar er breytt í ösku og dreift í vindinum, horfinn að eilífu.....
Mannkynssagan er full af svona sögum, ekki furða að sagan geti verið nokkuð einhliða.
Ég hef lengi haft áhuga á sögu mannkyns og hef lesið ótal bækur um það efni.
En ég hef líka haft áhuga því sem skólabækurnar tala ekki um eða horfa framhjá.
Hverjir voru Olmecs? Af hverju voru stytturnar á páskaey gerðar og hvernig fóru þeir að því?
Voru Giza pýramídarnir virkilega grafhýsi? Var Atlantis til eða skáldaði einn virtasti heimspekingur samtímans það upp af gamni sínu?
Þessar og mun fleiri spurningar hef ég alltaf haft gaman að velta mér uppúr.
Þetta kallast víst óhefðbundin vísindi og fellur ekki að "viðurkenndri" hugsun.
Trúi ég öllu sem ég les? nei alls ekki. Við eigum ekki að gleypa við öllu sem okkur er sagt að sé
sannleikur. Við eigum að finna hann sjálf eða minnsta kosti velta fyrir okkur öllum þeim spurningum sem koma upp. Það er svo margt í þessum heimi sem gengur ekki upp.

Ég á ekki von á því að við finnum nokkurn tímann sannleikann um lífið og tilveruna, en það er betra að velda því fyrir sér en að ganga eins og draugur í gegnum lífið. Öll eigum við að hafa sjálfstæðann vilja og þvi ekki að notfæra sér þær gáfur til að efast?
Efi er allt sem þarf :)

Úps missti mig þarna aðeins.
Já ég ætlaði að röfla aðeins um mannkynssöguna, þá sérstaklega sem er talað um Súmera(Mesapótamia).
Þessi þjóð birtist á sjónarsviðið fyrir um 6 þúsund árum, á því svæði sem nú er Írak.
Samkvæmt viðurkenndri sögu er talað um að þetta hafi verið bændur sem komu sér fyrir á milli Efrítis og Tígris og lærðu að beisla vatnið úr þessum miklu ám til landgræðslu.
Mjög fljótlega þróaðist þessi þjóð úr bændum yfir í mjög þróað þjóðfélag, með flókna stjórnarskipun. Bankaviðskipti(með lánum), viðskipti, kennsla og stjórnsýsla var strax mjög þróuð. Þökk sé ítarlegu ritmáli og það að flestir íbúar voru læsir og skrifandi gerði þetta þjóðfélag mjög sterkt.
Súmerar voru langtum þróaðri en aðrar þjóðir á þessum tíma, en þessi lærdómur færðist yfir á aðrar þjóðir sem síðar náðu að hluta til sömu siðmenntum og Súmerar.

Að vísu er ég bara að stikla á mjög stóru þarna, en það sem stingur mig nokkuð í skólabókunum er að þessi þjóð skuli koma á sjónarsviðið strax með alla þessa hæfileika en með tímanum týnist hann. Því miður þessar skýringar sem skólabækurnar koma með eru afskaplega loðnar og alls ekki sannfærandi. allavega fannst mér það þegar ég las fyrst um þessa þjóð í grunnskóla.
Ég hef síðan þá lesið fleiri tugi bóka um þetta efni og allar með mismunandi kenningum..sumar ansi ævintýralegar :)
En til að fá skýrari mynd af þessu er ekki gott að einblína bara á eina þjóð, heldur þarf að skoða allt sem er að gerast á þessum tíma útúm allann heim til að fá einhverja hugmynd um þessa óvenjulegu þjóð.
Mín kenning er svohljóðandi...

Við lok seinasta ísaldartímabil var yfirborð sjávar næstum 50 til 70 metrum neðar en er í dag.
Það gefur augaleið að heimsmynd þess tíma var gjörólik okkar. öll lönd voru stærri. Miðjarðarhaf var lítið, á kyrrahafi voru stórar eyjar sem nú eru varla nema kóralrif í dag.
Stórar og sterkar þjóðir gætu hafa verið til á landi sem er nú undir sjávarmáli.
Til eru sannannir fyrir þvi að fyrir 7 til 8 þúsund árum hafi orðið geysilegt flóð vegna skyndilegrar hlýnunar. Við þessa skyndilegu hækkun sjávarborðs hefur mannfólkið þurft að flytjast búferlum. Þetta hefur haft í för með sér svakalega eyðileggingu og breytingar hjá öllum.
Það fólk sem eftirlifði þurfti að koma sér fyrir á nýjum stöðum og dreifðist vel yfir heiminn.
Auðvitað hefur þetta fólk haft með sér þá þekkingu og hæfni til byggja upp nýtt þjóðfélag.
Hvar þau hafa verið upphaflega get ég ekki sagt til um, en margir staðir koma til greina og þangað til þeir staðir hafa verið fyllilega kannaðir hef ég ekki svarið.
Vandamálið er hinsvegar það að allir þessi staðir eru undir sjávarmáli......
Það er erfitt að stunda uppgröft neðansjávar, en sem betur hefur verið mikil þróun í þessu seinustu ár, enda hefur mikið af nýjum upplýsingum verið að koma fram.

Sagan er ekki grafin í stein, hún er sífelld að breytast og það færir okkur alltaf nær því hvaðan við komum og hvað hefur komið fyrir á leiðinni. En því miður er eitt vandamál í gangi og það er hvað hið viðurkennda vísindaþjóðfélag vill upplýsa um sína fundi. Alltaf hefur verið barist á móti nýjum hugmyndum og kenningum. Og það er hefur ekkert breyst, þetta er enn við líði í dag. En við skulum vona að sannleikurinn komi fram fyrr eða síðar...

þriðjudagur, maí 09, 2006

Parasites of submission

DRM er skammstöfun á Digital Right Management, þetta er hugtak sem ég rekst á ansi oft í mínu starfi, beint eða óbeint. Tónlist sem þú kaupir á netinu er læst með DRM, ýmis hugbúnaður getur líka verið læstur með þessu. Flestar ef ekki allar e-books er líka með þetta.
Það sem þetta þýðir í raun er að félög réttindahafa eru það vinsamleg að nota sleipi efni í stað þess að taka þig þurrt í rassinn. Á engann hátt er þetta betra fyrir þá sem versla þessar vörur.
Þetta heftir þína notkunarmöguleika, sérstaklega tengd tónlist. Ef þú kaupir lag á iTunes þá ertu að fá lagið á AAC formi(mp4 128kb compression) sem er ekki toppgæði, þar að auki getur þú bara spilað lagið í þeirri tölvu sem þú keyptir lagið með og í þeim iPod sem er skráður á hana. og að auki bara skrifað lagið nokkrum sinnum á CD áður en það læsist. En hvað gerist þegar tölvan þín krassar? DRM stillingar detta út, og þú þarft að setja þetta inn aftur...en ekki er þar með sagt að þetta virki aftur. yup yup, þetta getur orðið svaka hausverkur.
Annað dæmi...þú kaupir nýjasta Placebo diskinn (platan Meds...alveg ágætis diskur btw). smellir honum í tölvuna þína til að setja hann á iPodinn þinn. Við að setja diskinn í tölvuna ræsist upp forrit af disknum sem fylgist með hvað þú ert að gera með lögin...og þú getur bara tekið eitt afrit af disknum(að vísu á þessari tölvu). þar að auki stendur þarna aðvörun um að þessi diskur virki mjög líklega ekki í bílnum hjá þér.....fuckin great.

Ég gæti haldið áfram í alla nótt með svona hálfvitaleg dæmi...

Ég kaupi eiginlega alla mína CD´s af netinu og þá eingöngu ef ekki er ritvörn á þeim.
Ég vil geta hlustað á þá hvar sem, og geta tekið öll afrit sem ég þarf(mér er illa við að vera með original diska í bílnum) og ég vill ekki að einhver félög sé að skipta sér af því hvað ég geri við þá diska sem ég kaupi á löglegann hátt. Því á engann veg hjálpar DRM mér sem neytenda.
Öll þessi stóru fyrirtæki eru alltaf að reyna að ná meiri og meiri stjórn á því hvað þú sem neytandi eigi að gera og kaupa. Græðgin er orðin gjörsamlega stjórnlaus.

Ef þið viljið fá nánari upplýsingar um þetta, þá mæli ég með að kíkjið á myndina "The Corporation" sem er hægt að fá á næstu leigu. wikipedia er með góða grein um DRM líka.