þriðjudagur, apríl 14, 2009

Shadow Duet

Frá seinasta pósti hefur margt gerst, bæði frábærir hlutir og slæmir.
Dóttir mín fermdi sig 4 apríl. það gekk ótrúlega vel upp.
Hef náð að hjóla helling og Elísa hefur komið nokkrum sinnum með mér.

Allt sem hefur gerst hefur gert mér betur grein fyrir því hvað ég vill útúr mínu lífi.
Hverjir draumar mínir og vonir eru.
En er það réttlátt að leggja þá drauma á aðra manneskju eða manneskjur?
Að ætlast til þess að það fari sömu leið og vilji það sama?
Það fer alltaf illa ef þú reynir að stjórna lífi einhvers annars, hver er sinnar gæfusmiður.

Þolinmæði er það sem skiptir máli, og vona það besta...er eitthvað annað hægt?
En alltaf er það biðin sem étur mann upp......

well, we shall see how it goes.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Punish my Heaven

Í nótt lenti ég í slagsmálum við sæng...og tapaði.
Datt framúr rúminu og lenti með hausinn á lampabotninum og fékk smá kúlu.
Laglegt að byrja daginn svona heh.
En draumurinn var mjög skemmtilegur,
ég var að berjast við fjöldann allan af skúrkum af ýmsum gerðum og stærðum.
þetta var svona blanda af "Fists of Fury" og "Tom yum goong".

En það er ekki búið að vera svona skemmtilegt í ár...þótt það byrjaði mjög vel
og var alveg ágætt þangað til í haust.

Í september fór allt á hvolf, gjörsamlega. Og leiðin hefur legið niðurávið síðan þá.
Hver leiðinlegi atburður eftir annann. Ég ætla nú ekki að telja þá alla upp hér..þeir sem þekkja mig vita hvað ég á við.

Í dag hef ég þá von um að þetta geti ekki versnað meira en það hefur.
þess vegna kalla ég árið 2008 The Year of Suck.

vonandi verður 2009 öllum betra. well you can only hope...

sunnudagur, október 26, 2008

Inside the particle storm

Wow, þetta ár er búið að vera svakalegt. Ísland komið í "Recycle bin" og við flestöll.
Það er búið að benda í margar áttir, hver eigi sök....
En ég er viss um að það eru nokkrar persónur sem eru að hagnast ótrúlega á þessari kreppu.
Það hefur verið þannig hingað til.
Tökum til dæmist 1929 kreppuna. þar voru nokkrir bankar sem tóku sig til og sögðu að það væri lausafjársleysi hjá nokkrum bönkum.... og þessir rockefeller bankar og PJ morgan notuðu tækifærið og gleyptu upp slatta af litlum fyrirtækjum. nánari upplýsingar er hægt að finna á mörgum stöðum.. use goggle.
ég mun smella meira af stuffi næstu daga.....

þriðjudagur, janúar 29, 2008

This Is a Ghost Town.....

Ekki alveg þó :)
Er ekki hættur að röfla hérna þótt að það sé langt síðan ég röflaði seinast.
Betra seint en aldrei ekki satt?

Helena er að missa sig í skipulagningu á sumarfríinu og flutningunum.
Jamm við erum að fara að flytja í Garðabæinn í sumar, í danska hverfið (Nörrebrö)
Sjálfur tek ég þessu með ró, er reyndar að velda fyrir mér hvernig ég mun hafa tölvusetupið við sjónvarpið og fleira. Mun hafa þetta allt þráðlaust (orðinn pirraður á öllum þessum snúrum um stofuna). en allavega......


Loksins kominn almennilegur vetur, kalt og hvítt. me like :)
Og það er á eftir að verða mun kaldara á næstunni.
Veðrið seinustu hefur verið of mild að mínu mati, vantar almennilegar frosthörkur(20-30 mínus gráður) það væri gaman :D
brrrrrrrr

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Nothing To No One

Weee, er nýkominn úr sumarfríi, 3 vikur að flakka um landið og það án þess að vera í tölvusambandi allann tímann.
það var farið til Vestfjarða og gist á Laugarbóli, þaðan var farið til Akureyrar og svo var flakkað til Kárahnjúka til að skoða aðstæður(þoka og fullt af vatni).
þaðan fórum við að skoða Dettifoss og Ásbyrgi(alltaf ljúft að vera þar) fengum að kynnast hvernig íslenskir malarvegir eru í raun(sprengdum dekk við Dettifoss).
og svo var endað í Ásgarði í sumarbústað :)
Fengum yfirleitt frábært veður og litla rigningu(nema við Kárahnjúka).
Lena gerðist svo stórtæk á Akureyri og keypti sér bíl fyrir veturinn.
Subaru Legacy outback með tveimur sóllúgum(Elísa elskaði það).
fínn bíll.
Benzinn hefur samt staðið sig vel(tók vestfirði í nefið)

En eftir allt þetta sumarfríi er maður búinn að bæta á sig helling af aukakílóum...það verður bara verkefni vetursins að losna við það....og gott betur ;)

Elísa var heilar 4 vikur í sumarbúðum á vegum CISV.
Tel ég að sú reynsla hafi verið henni alveg frábær :) allavega er vel tilbúin að fara í svona aftur.
(vildi eiginlega ekki fara þaðan) :p

já ég er örugglega að gleyma fullt af stuffi, skrifa meira síðar.

föstudagur, júní 22, 2007

Obscura

fimmtudagur, maí 24, 2007

The Mundane and the Magic

Það hefur margt verið að gerast og þarafleiðandi hef ég ekki gefið mér tíma til að röfla hér :)
Mikið að gera í vinnunni og svo var ég að taka beltapróf á þriðjudaginn(kominn með 3. kup)
eða rautt belti með eina svarta rönd. Nokkuð stór áfangi þar á ferð, sérstaklega þar sem ég var með tennisolnboga fyrr í vetur og gat lítið notað hægri höndina á æfingum.
Það hafði áhrif allar armbeygjurnar sem ég átti að taka í prófinu :p

Jæja, þá er komin ný stjórn(eða svona 50% allavega) vonandi verða einhverjar góðar breytingar þar á ferð.
og svo vil ég senda sérstakar þakkir til Úkraínu fyrir að koma með eitt versta lag sem ég hef heyrt í Eurovision...reyndar fengu þau of mörg 12 stig (og það varð til þess að ég drakk frekar mörg staup af tequila í eurovision partýi) sem betur fer bjargaði kosningarsjónvarpið mér frá frekari drykkju....bleh :)

Sumarið leggst nokkuð vel í mig, ég er búinn að taka þá ákvörðun að reyna við bifhjólaprófið.
svo ætla ég að vera í betra formi á næsta beltaprófi(80 armbeygjur bíða mín!!!!).
og svo ætla ég líka að röfla aðeins meira, ekki vantar umræðuefnið en vandamálið er að koma því frá sér svo gott sé.

þangað til næst....